„Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 40,6 milljónir bandaríkjadala í fyrra, eða sem svarar 5,3 milljörðum króna miðað við gengi dalsins gagnvart krónu í lok ársins. Félagið nær þrefaldaði hagnaðinn milli ára,“ segir á 200 mílum Morgunblaðsins á mbl.is.
Er vitnað í nýbirtan í nýbirtan ársreikning félagsins fyrir árið 2021. „Félagið hagnaðist um 13,99 milljónir dala árið 2020, eða um 1,78 milljarða króna miðað við gengi dalsins gagnvart krónu í lok þess árs. Lætur því nærri að Ísfélag Vestmannaeyja hafi þrefaldað hagnaðinn milli ára.
Fram kemur í skýringum með ársreikningnum að loðnuvertíðin hafi haft sitt að segja um afkomuna.
„Rekstur félagsins gekk vel á árinu og jukust tekjur og afkoma batnaði mikið frá fyrra ári. Þetta skýrist einna helst af loðnuvertíð á árinu 2021 en ekki voru stundaðar loðnuveiðar síðustu tvö ár þar á undan. EBITDA jókst um 27 milljónir dala og vaxtaberandi skuldir lækkuðu um 20,4 milljónir dala. Á árinu fjárfesti félagið í uppsjávarskipunum Suðurey VE11 og Álsey VE2,“ segir í ársreikningnum,“ segir einnig í fréttinni á mbl.is og vísað í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst