Nú um helgina verður í golfi á vellinum í Vestmannaeyjum, um er að ræða gríðarlega mikilvægan íþróttaviðburð af stærri gerðinni.

152 bestu kylfingar landsins í karla- og kvennaflokki eru skráð til leiks og má segja að hafi verið hart barist um sætin, því forkeppni var haldin um síðustu lausu plássin. Mótið hefst á morgun, fimmtudag, og verður spilað alveg fram á sunnudag.

Aðspurður sagði Karl Haraldsson, hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja, að undirbúningur fyrir mótið hefði gengið vel þrátt fyrir útihátíð á hluta vallarins korter í mót. En hann tók jafnframt fram að samstarf og samvinna við ÍBV hefði alltaf gengið vel og þetta væri bara partur af Þjóðhátíð, að lána hluta golfvallarins undir tjöld og bíla. Völlurinn er í góðu standi og augljóst að undirbúningur hefur staðið yfir lengi og metnaðurinn er mikill.

RÚV sýnir beint frá mótinu um helgina og hefst útsending á laugardag kl. 15:00 og kl. 14:30 á sunnudag.

Myndirnar eru fengnar frá Golfklúbbi Vestmannaeyja.