Fyrstu fjórir leikir í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í karlaflokki fara fram í kvöld. Í Vestmannaeyjum fer fram áhugaverð viðureign ÍBV 2 og Fram. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru ákveðnir leikmenn í liði ÍBV 2 sem hafa verið í betra líkamlegu ásigkomulagi en akkúrat um þessar mundir. Það á þó ekki að koma að sök því Gummi (Guðmundur Ásgeir Grétarsson) hefur unnið ötullega að því undanfarið ár að undirbúa sína menn fyrir þennan hörkuslag við Fram-ara.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst