Hátt kall Ísfirðinga um athygli og viðbrögð komst strax inn á borð ríkisstjórnar Íslands og full ástæða til. Vandi Ísafjarðar er vandi ýmissa jaðarsvæða á landsbyggðinni í hnotskurn. �?að er flott hjá Ísfirðingum að láta í sér heyra og reyna að spyrna við fótum. Árangur næst ekki nema með baráttu, samstöðu og frumkvæði heimamanna.
Forsætisráðherra sagði í gær að Ísfirðingar hefðu hvorki notið þenslunnarvegna álversframkvæmda á austurlandi né þenslunnar á suðvestur horninu. �?að er rétt hjá Geir en það sama á einnig við um fleiri jaðarsvæði eins og t.d. Vestmannaeyjar.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 4225 íbúar á Ísafirði árið 2000 en í árslok 2006 voru þeir 4098 og hafði því fækkað um 127 eða 3%.
Samkvæmt sömu tölum voru4522 íbúar íVestmannaeyjumárið 2000 ení árslok 2006 voru þeir 4075 og hafði því fækkað um 447 eða tæp 10%.
Ástandið er því alls ekki betra í Eyjum en á Ísafirði og reyndar fólksfækkunin mun meiri og alvarlegri. Eyjamenn hafa því miðurennþá ekki hrópað nógu hátt eftir aðstoð til aðsérstök nefnd verði sett á fót til að athuga á hvern hátt megi bregðast við þeim vanda sem að steðjar þar. Lágvært jarm heyrðist í þeim fyrir skömmu vegna ósanngjarnrar sérsköttunar á þjóðveginum til Eyja án þess að mikil viðbrögð fengjust við því. Í ljósi skjótra viðbragða við neyðarópum Ísfirðinga er rétt að spyrja hvort ekki sé kominn tími til að Eyjamenn hefji upp raust sína og krefjist viðlíkra aðgerða.
Heimasíða: http://www.grimurgisla.blog.is/




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.