Afla­hlut­deild sameinaðs félags yfir lögbundnu hámarki

Verði samruni Ramma hf. og Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf. samþykkt­ur verður hið nýja sam­einaða fé­lag með lang­mestu heim­ild­irn­ar í loðnu, alls 20,64%, sem er um­fram lög­bundið 20% há­mark. Miðað við 131.826 tonna út­hlut­un á yf­ir­stand­andi vertíð er um að ræða veiðiheim­ild­ir fyr­ir 843 tonn af loðnu.

Þetta má lesa úr nýj­ustu sam­an­tekt Fiski­stofu um sam­an­lagða afla­hlut­deild fiski­skipa í eigu ein­stakra aðila og lögaðila. Mbl.is fjallaði um málið í gær.

Þar má greina að nýtt fé­lag verður fjórða stærsta sam­stæðan í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi með 8,14% af út­hlutuðum kvóta og vel inn­an lög­bund­inn­ar há­marks­hlut­deild­ar sem er 12%. Fé­lagið verður með fjórðu mestu heim­ild­irn­ar í þorski, þriðju mestu í ýsu og í ufsa. Auk þess sem það mun hafa 5,74% hlut í gull­karfa, 5,03% í djúpkarfa og 7,37% í grá­lúðu.

At­hygli vek­ur að sam­einað fé­lag verður með þriðju mestu heim­ild­irn­ar í síld.

Sam­eig­in­lega fara fé­lög­in einnig með mestu heim­ild­irn­ar í út­hafs­rækju og rækju við Snæ­fells­nes, 14% í báðum flokk­um. Þar af koma mestu heim­ild­irn­ar í gegn­um Ramma sem hef­ur um langt skeið verið stærsti aðil­inn í teg­und­inni hér á landi.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.