Eyjasveitin Hrossasauðir með nýja plötu

„Við stofnuðum hljómsveitina árið 2021 þegar ég og trommarinn,  Jón Grétar Jónasson tókum okkur til og stofnuðum hljómsveit,“ segir Kári Steinn Helgason, Skánki um hljómsveitina Hrossasauðir sem gaf út plötu í dag.

„Nafnið er tengt áhugamáli okkar, íslensku sauðfé og íslenskum hrossum og því að ég var viss um að enginn notaði þetta nafn á hljómsveit.“

Platan hefur verið í undirbúningi frá árinu 2021 en miklar breytingar hafa verið á hljómsveitinni síðan. „Núna erum við fjögur í hljómsvetinni, ég, Kári Steinn Helgason á bassa og syng, Aron Stefán Ómarsson á gítar, María Fönn Frostadóttir á gítar og syngur og Jón Grétar Jónasson á trommur. Við erum mjög sátt við plötuna sem kom út í dag, miðvikudag.

Við viljum þakka Arnari Júll í Merkúr fyrir stjórna upptökum. Algjör snillingur sem gott er að vinna með.  Hann spilaði á gítar með okkur Jóni Grétari í Sauðunum, coverbandi sem kemur fram á tónleikum á Goslokahátíðinni, útskriftum og veislum.

Já, ég er mjög sáttur og hvet alla til að hlusta á plötuna sem er á Spotify og YouTube og öðrum streymisveitum,“ sagði Kári Steinn að endingu.

Á tónleikum á Háaloftinu.

Aðsend mynd.

 

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.