Á annað hundrað manns í kokteilboði VSV
Skellt var í hópmyndatöku í blíðunni í gær. Ljósmynd/vsv.is

Það var svo sannarlega góð stemning í bæði Eldheimum og í Höllinni í gærkvöldi. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar í dag að alls hafi verið 120 manns skráðir til þátttöku í sjómannaskemmtuninni, frá öllum sex skipum VSV.

„Útgerðin bauð bæði skipverjum og mökum þeirra til viðburðarins. Fyrir skemmtunina var haldið kokteilboð í Eldheimum, þar sem gestum var boðið upp á veitingar frá Vöruhúsinu og léttar veigar. Að því loknu hélt hópurinn saman í Höllina þar sem sjómannaskemmtunin fór fram. Veður var frábært og gleðin mikil eins og meðfylgjandi myndir bera með sér sem teknar voru í Eldheimum í gær.”

Fleiri myndir frá Eldheimum má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.