�?jóðhátíðarnefnd hefur haft í mörg horn á líta undanfarna daga og vikur og þó aldrei meira en þá daga sem hátíðin stendur. Að þessu sinni gekk allt upp, gestir sjaldan eða aldrei verið fleiri, gott veður, frábær dagskrá og allir sem komu að framkvæmdinni með einum eða öðrum hætti unnu sín verk af fagmennsku. Allt byggir þetta á áratuga langri reynslu sem gerir kleift að taka á móti öllum þeim fjölda sem hingað stefnir alla jafna fyrstu helgina í ágúst.
�?etta er mat Jónasar Guðbjörns Jónassonar, talsmanns þjóðhátíðarnefndar sem hafði í nógu að snúast alla helgina að sinna fjölmiðlum. �??Heilt yfir fannst mér þeir jákvæðir þetta árið enda gekk þetta alveg eins og í sögu hjá okkur,�?? segir Jónas.
�??�?að kemur þó fyrir að maður verður hissa. �?að var hringt í mig á mánudagsmorguninn þar sem við vorum að byrja að hreinsa Dalinn eftir nóttina. Ein spurningin var hvort það væri ekki mikið rusl og ég gat ekki neitað því. Ruslið var svo fyrirsögn á fréttinni en hvergi minnst á að Dalurinn var hreinsaður á hverjum morgni alla hátíðina eins og alltaf.�??
Jónas segir að allt hafi gengið upp. �??Veðrið spilaði með okkur þetta árið og hátíðin í ár er með þeim stærri og hún var alveg frábær í alla staði.�??
Jónas er mjög ánægður með framlag allra sem komu að hátíðinni. �??Listafólkið stóð sig mjög vel og þetta kom vel út á Stórasviðinu þar sem ljós, hljóð og tónlist sköpuðu eina stórkostlega heild og útkoman var einstök sýning tónlistar og lita.�??
Jónas segir tónlistarfólk sækjast í að koma fram á þjóðhátíð og Ragga Gísla hafi talið það heiður að fá að semja þjóðhátíðarlagið í ár. �??Við erum á góðum stað með hátíðina og fólkið sem hingað kemur er hresst og skemmtilegt. Vil ég koma á framfæri þökkum til allra gesta á þjóðhátíðinni fyrir þeirra þátt í frábærri hátíð.�??
Jónas segir að lögreglan sé heilt yfir ánægð með hvernig til tókst. �??�?að sama má segja um aðra þætti. Flutningar á fólki með strætó gengu vel og eins er með gæsluna sem var mjög sýnileg og fljót til ef eitthvað kom upp á. �?etta fólks sækist eftir að koma hingað ár eftir ár sem er jákvætt vegna reynslunnar sem það hefur.
�?að sama má segja um fólkið sem starfar við hljóð og ljós, allt fagfólk á sínu sviði sem við leitum svo til um hvað má gera betur. �?að er einn liðurinn í því að bæta okkur og vera á toppnum. �?á má ekki gleyma Bjarna �?lafi sem vex með hverju árinu sem þulur þjóðhátíðar og Ingó hefur aldrei verið betri í Brekkusöngnum en núna.�??
�?að eru margar hendur sem leggjast á árarnar í undirbúningi og framkvæmd þjóðhátíðar þar sem sama fólkið gengur í sömu störfin ár eftir ár. �??�?ar á ÍBV hauka í horni í tugi sjálfboðaliða, án þeirra væri þetta ekki hægt,�?? segir Jónas að endingu.