Í gær var smalað í Ystakletti. Veðrið var eins og best var á kosið og nokkur fjöldi lagði leið sína í klettinn, þar á meðal Halldór Ben sem myndaði í gríð og erg og hér er afraksturinn, bráðskemmtilegt myndband. En þótt veðrið hafi verið gott, voru aðstæður til myndatöku ekki góðar, þar sem blámóða lá yfir Eyjum, sennilega vegna eldgossins í Holuhrauni.