Í gær afhenti Sigurgeir Jónasson, Sigurgeir ljósmyndari, ævistarf sitt til varðveislu í Ljósmyndasafn Vestmannaeyja. Kári Bjarnason, forstöðumaður Ljósmyndasafnsins sagði að safn Sigurgeirs sé að öllum líkindum þriðja stærsta ljósmyndasafn landsins en um leið stærsta ljósmyndasafn í einkaeigu. Myndirnar er afrakstur 60 ára starfs Sigurgeirs sem atvinnuljósmyndari en hann myndaði fyrir Morgunblaðið í um áratugaskeið.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri þakkaði Sigurgeiri fyrir hina merku gjöf og bætti því við að það eina sem Sigurgeir hefði farið fram á, væri að vel yrði hugsað um myndirnar. Börn Sigurgeirs, þau Sigrún Inga og Guðlaugur héldu einnig stutta tölu. Sigrún fór yfir nokkrar af sínum uppáhalds myndum en Guðlaugur rakti ævistarf föður síns. Um 90 manns voru samankomin í Einarsstofu þar sem afhendingin fór fram. Eftir athöfnina var haldið inn á Bóksafnið þar sem samningur um afhendinguna var undirritaður og handsalaður.