Áframhaldandi breytingar í kvennaboltanum
Mynd: ÍBV

Handboltakonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska munu að öllum líkindum yfirgefa ÍBV að loknu keppnistímabilinu segir þjálfari liðsins, Sigurður Bragason þegar hann var spurður út í væntanlegar breytingar á leikmannahópnum í samtali við handbolti.is

Olszowa og Wawrzynkowska gengu til liðs við ÍBV árið 2019 og hafa verið lykilmenn í liðinu síðustu ár. Olszowa hefur þó spilað lítið á þessu tímabili vegna meiðsla.

Wawrzynkowska hefur verið meðal bestu markvarða Olísdeildarinnar frá því hún kom til ÍBV, en meiddist fyrir áramót. Í ljós kom að hún hafði rifu á krossbandi í hné, en ekki er útilokað að hún nái að spila einhverja leiki áður en tímabilinu lýkur.

Auk þeirra er líklegt að Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, leggi skóna á hilluna í lok tímabilsins.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.