Vestmannaeyjabær og Janus – Heilsuefling hafa undirritað samning um áframhaldandi samstarf um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa”. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar.
Verkefnið er búið að vera starfsrækt í Vestmannaeyjum í um fjögur ár með góðum og jákvæðum árangri. Markmið þess er að stuðla að bættri heilsu og lífsgæði eldri aldurshópa, draga úr útgjöldum ríkis og sveitarfélaga og vera fyrirmynd að heilsutengdum forvörnum. Verkefnið byggir á doktorsverkefni dr. Janusar Guðlaugssonar, íþrótta- og heilsufræðings. Hann í samstarfi við hæfa aðila í Vestmannaeyjum stýra verkefninu. Mjög ánægjulegt er að sjá hversu margir þátttakendur eru í verkefninu og einnig sá góði árangur sem hópurinn í Eyjum hefur náð.
Vestmannaeyjabær vill þakka Janusi og hans starfsfólki fyrir þeirra framlag til heilsueflingar í Eyjum, einnig gott samstarf við HSU í Vestmannaeyjum og sérstakar þakkir til þátttakenda í verkefninu.
Athygli er vakin á því að boðið verður upp á kynningu á verkefninu fyrir nýjum þátttakendum um miðjan ágúst og verður það auglýst síðar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.