B-lið ÍBV hefur leik í Coca-Cola bikarnum á morgun, föstudag en þeir mæta Haukum 2 í Strandgötunni í Hafnarfirði. Leikurinn hefst klukkan 20. Liðsmenn B-liðsins hvetja alla Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu og aðra þá sem tök hafa á að fjölmenna á leikinn!
B-liðið hefur æft af mis miklum krafti síðan það datt úr bikarkeppninni á síðastliðnu tímabili. Undanfarnar vikur hefur þó allt verið lagt í sölurnar til að koma leikmannahópnum í sitt besta form ásamt því sem liðinu hefur borist mikill styrkur. Haldið ykkur fast, en �?ttar Steingrímsson, landfræðingur, hefur skrifað undir samning við B-liðið og mun leika með liðinu á morgun. �?ttar er örvhent skytta og verður þetta að teljast hvalreki fyrir liðið, hvernig sem á það er litið.
Frekari fregnir af B-liðinu og leikmannahópnum koma mjög líklega á morgun.