Aglowfundur verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. febrúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir mun tala til okkar og ætlar hún að fjalla um efnið hvað þýðir það að vera kristin manneskja. Í Postulasögunni 11.26 stendur ,,..Í Antíokkíu voru lærisveinarnir fyrst kallaðir kristnir.“ Sigrún Inga er trúföst Aglowkona og er í Aglow bænahópnum sem hittist vikulega. Það verður áhugavert að heyra hvað hún hefur að gefa okkur. Sjöviknafastan hefst með öskudegi. Margir nota föstutímann til fasta og að íhuga Píslarsöguna . Fastan er tími sjálfsprófunar og til að dýpka og þroska trúarlíf og samfélag sitt við KRIST. Það gerist með kyrrð og bæn og með því að lifa látlausara lífi. Fastan er eitt elsta form andlegrar iðkunar og er mikilvæg til að neita sér um eitthvað til að geta gefið öðrum. Fastan er ekki aðeins til að halda í við sig heldur að beina athyglinni að Guði og náunganum. Gleðjist yfir Drottni og fagnið, þér réttlátir, kveðið fagnaðaróp, allir hjartahreinir ! Sálm. 32.11
Næstu Aglow fundir verða; 6. mars, 3. apríl (Páskafundur) og 1. maí.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar í kvöld, því hvað er betra í frosti og kulda en að koma saman og eiga andlegt samfélag.
Stjórn Aglow í Vestmannaeyjum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst