Ágreiningur um skyldur og ábyrgð
DSC_5482
Kápan af vatnslögininni sem skemmdist. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Ágreiningur er á milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna um þær skyldur og ábyrgð sem HS Veitur bera á viðgerð og viðhaldi vatnslagnarinnar, skv. samningum og lögum þar að lútandi.

Tekið skal fram að þessi ágreiningur hefur ekki haft áhrif á að allt er gert sem mögulegt er til að treysta lögnina og hafa á takteinum viðgerðaráætlun ef hún brestur. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var.

Ráðuneytið komið að málinu til að freista þess að ná niðurstöðu

Jafnframt er þess getið að aðilar hafi verið í stöðugum samskiptum vegna þessa ágreinings um margra vikna skeið og nú er innviðaráðuneytið komið að málinu til að freista þess að ná niðurstöðu. Aðgerðastjórn Vestmannaeyjabæjar vinnur að lokafrágangi viðbraðgsáætlunar með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og öðrum hagaðilum. Liður í þeirri viðbragðsáætlun er að tengja RO vélar við veitukerfi bæjarins.

https://eyjar.net/oryggisleysi-i-raforku-og-vatnsmalum/

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.