Áheitasund til minninga afreks Guðlaugs Friðþórssonar
5. mars, 2014
ø;
ø;
Haldið verður áheitasund í sundlauginni á Hvolsvelli 11. mars næstkomandi en þann dag eru 30 ár liðin frá Helliseyjarslysinu þar sem Guðlaugur Friðþórsson synti tæpa 6 km til lands í Heimaey eftir að báturinn Hellisey VE 503 sökk. Afreks Guðlaugs verður minnst með áheitasundinu en allur ágóði af sundinu fer í viðhald og hreinsun á Seljavallalaug. �??Tekið verður við frjálsum framlögum í sundlauginni alla næstu viku. Allar upplýsingar gefur �?lafur �?rn, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í síma: 488 4200 og á netfanginu: olafurorn@hvolsvollur.is. Sveitarfélagið Rangárþing eystra ætlar að greiða 100 krónur fyrir hverja 100 metra sem þátttakendur synda og skorar á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama,�?? segir í tilkynningu frá Ungmennafélaginu Eyfellingi og Íþróttafélaginu Dímon.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst