Aldrei fleiri farþegar ferðast með Herjólfi
8. júlí, 2021

Umræða um samgöngumál var meðal þess sem fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Þar kom fram að farþegaflutningar með Herjólfi hafa verið góðir það sem af er árinu 2021. Fyrstu 6 mánuði ársins hefur Herjólfur flutt alls 137.785 farþega. Aldrei hafa fleiri farþegar ferðast með Herjólfi fyrstu 6 mánuði ársins. Næst þessum farþegarfjölda var árið 2019 þegar um 135 þús. farþegar fóru milli lands og Eyja á fyrstu 6 mánuðum ársins. Farþegafjöldinn það sem af er ári er hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi árs.

Fyrirframbókanir í Herjólf, þ.e pantanir sem nú þegar hafa verið bókaðar út árið, líta vel út ef borið er saman við fyrri ár. Erfitt er að bera saman fyrirframbókanir við árið 2020 vegna Covid-19 en þegar tölur eru bornar saman við árið 2019 má sjá að 10% aukningu í fyrirfram bókunum miðað við sama tímabil árið 2019.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.