Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Alex Freyr Hilmarsson. Ljósmyndir/Óskar P. Friðriksson
KristinErna Staff
Kristín Erna
Sigurlásdóttir

Íþróttamaður ársins, 2025 var valinn nú fyrr í kvöld af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Heiðurinn hlaut Alex Freyr Hilmarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Íþróttafólk æskunnar  var einnig valið, þar voru valin Tanja Harðardóttir í flokki yngri iðkenda í handbolta og fótbolta og Elís Þór Aðalsteinsson í flokki eldri iðkenda í handbolta.

Einnig voru veittar fleiri viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum hér í Eyjum. Hér má sjá hverjir voru valdir bestir af aðildarfélögunum:

Fimleikafélagið Rán: Rakel Rut Rúnarsdóttir, Golfklúbbur Vestmannaeyja: Örlygur Helgi Grímsson, Handboltafólk árins: Dagur Arnarsson og Birna Berg Haraldsdóttir, Fótboltafólk ársins: Alex Freyr Hilmarsson og Olga Sevcova, Íþróttafélagið Framherjar Smástund/KFS: Alexander Örn Friðriksson, Íþróttafélagið Ægir: Guðni Davíð Stefánsson, Karatefélag Vestmannaeyja: Eiður Sævar Árnason, Pílufélag Vestmannaeyja: Rúnar Gauti Gunnarsson, Skotfélag Vestmannaeyja: Sigurbjörn Adolfsson og Sundfélag Vestmannaeyja: Anna Wanecka. 

Eyjafréttir óskar öllu því íþróttafólki, þjálfurum og öðrum sem koma að innilega til hamingju með viðurkenningarnar. 

Þá má geta þess að í tilefni af 80 ára afmæli Íþróttabandalags Vestmannaeyja ákvað stjórn ÍBV Héraðssambands að færa aðildarfélögum sínum sérstaka afmælisgjöf. Samtals verður úthlutað 5 milljónum króna til félaganna.

Helmingur upphæðarinnar, 2,5 milljónir króna, skiptist jafnt á milli allra aðildarfélaga. Hinn helmingurinn skiptist samkvæmt hlutfalli iðkenda 18 ára og yngri, enda er markmiðið að styðja sérstaklega við barna- og ungmennastarf innan félaganna.

Með þessari afmælisgjöf vill ÍBV undirstrika mikilvægi öflugs félagsstarfs og þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum, þjálfurum og stjórnarfólki sem leggja sitt af mörkum til íþróttastarfs í Vestmannaeyjum.

Alex Freyr Hilmarsson, knattspyrnumaður í meistaraflokki ÍBV var valinn íþróttamaður Vestmannaeyja 2025.
Elís Þór Aðalsteinsson, handboltamaður var valinn íþróttamaður æskunnar hjá eldri flokki og Tanja Harðardóttir, handbolta- og fótboltakona hjá yngri flokki.
Ævar Þórisson hlaut sérstaka heiðurs viðurkenningu fyrir störf sín og framlag til íþróttamála.
Jóhannes Grettisson hlaut heiðursmerki ÍBV úr gulli sem er næst æðsta heiðursviðurkenning Íþróttabandalags Vestmannaeyja.
Elís Þór og Andri hlutu viðurkenningu fyrir þátttöku sína í u-19 ára landsliði í handbolta.
Birna Berg og Sandra hlutu viðurkenningu fyrir þátttöku sína í A-landsliði í handbolta.
Agnes Lilja og Klara hlutu viðurkenningu fyrir þátttöku sína í u-17 ára landsliði í handbolta.
Silfurmerki ÍBV.

 

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.