Alfreð Elías ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV
11. nóvember, 2015
ø;
ø;
Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu Alfreðs Elíasar Jóhannssonar sem aðstoðarþjálfara mfl. karla ÍBV í knattspyrnu. Samningur aðila er til 2ja ára og mun Alfreð verða búsettur í Eyjum.
Alfreð mun starfa með nýráðnum þjálfara liðsins, Bjarna Jóhannssyni í því verkefni sem miðar að því að koma ÍBV á ný í fremstu röð. Markmiðið er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu, byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að bæta árangur liðsins frá því sem verið hefur. Einnig mun Alfreð sinna annarri þjálfun hjá félaginu m.a. sem þjálfari 2. flokks karla og koma inn í samstarf ÍBV og KFS.
Alfreð er Grindvíkingur en með góð fjölskyldutengsl til Eyja. Hann lék sjálfur með uppeldisfélagi sínu í Grindavík og hefur einnig leikið með Víking �?lafsvík, Stjörnunni, Njarðvík, GG, BÍ/Bolungarvík og �?gi. Hann á að baki 153 leiki með þessum félögum og skoraði 28 mörk.
Hjá �?gi lauk hann sínum knattspyrnuferli ásamt því að þjálfa mfl. lið félagsins frá árinu 2011 og til ársins 2015. Hann hins vegar hóf sinn þjálfaraferil hjá Bí/Bolungarvík og koma því liði upp í 1. deild á sínu fyrsta og eina tímabili þar. Hjá �?gi hefur Alfreð Elías náð góðum árangri og komið félaginu upp í 2. deild og fest það í sessi þar.
Alfreð Elías kemur því inn í það sameiginlega verkefni að bæta árangur ÍBV í efstu deild og jafnframt að huga að framtíðarleikmönnum félagsins.
Knattspyrnuráð ÍBV býður Alfreð Elías velkominn til starfa.
Viðtal við Alfreð mun birtast í næsta tölublaði Eyjafrétta.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst