Álfurinn �?? Boðar bjarta framtíð...fyrir unga fólkið
19. maí, 2011
Tuttugasta og önnur Álfasala SÁÁ fer fram 19.-22. maí næstkomandi. Eins og undanfarin ár er álfurinn tileinkaður unga fólkinu og mun allt söfnunarfé renna til rekstrar unglingadeildar okkar á sjúkrahúsinu Vogi. Álfasalan skiptir SÁÁ gríðarlega miklu máli og er mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Salan er sérlega mikilvæg núna þegar fjárveitingar og styrkir einkaaðila hafa verulega dregist saman. Það hefur þegar leitt til mikils samdráttar í starfi samtakanna.