Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. viku vegna mála sem komu á hennar borð. Tilkynnt var um slagsmál á skemmtistað í bænum og þurfti lögreglan að skakka leikinn og í framhaldi fékk aðili af málinu að gista fangageymslu lögreglunnar. Ekki liggja fyrir kærur vegna málsins.
Brotist var inní tvö fyrirtæki í bænum og stolið það léttbifhjóli í einu fyrirtækinu og áfengi í öðru. Viðkomandi aðili sem braust þar inn hefur ítrekað verið tekinn við að brjótast inní fyrirtæki og heimili og stela þar verðmætum.
Í vikunni var tilkynnt að drengur hafi dottið af hjólabretti þar sem hann var við leik á lóð barnaskólans. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið til skoðunar en ekki er talið um alvarleg meiðsli að ræða. Af umferðarmálum er það að frétta að 6 kærur liggja fyrir eftir vikuna, 4 vegna stöðubrota og 2 þar sem ekki voru notuð öryggisbelti.
Grunaður um stórfellda líkamsárás, hættubrot og kynferðisbrot
Aðfaranótt laugardagsins 17. september var lögreglu tilkynnt af íbúa við Fífilgötu að á götunni væri kona sem væri með mikla áverka eftir líkamsmeiðingar. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn fóru á staðinn og var konan flutt sjúkrahús. Eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi Vestmannaeyja var hún flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari rannsókna og læknismeðferðar.
Karlmaður var handtekinn skömmu síðar á heimili sínu grunaður um stórfellda líkamsárás, hættubrot og kynferðisbrot gagnvart konunni. Lögreglustjóri krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum á grundvelli rannsóknarhagsmuna en Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfunni þann 18. september. �?rskurður héraðsdóms var kærður til Hæstaréttar sem féllst á kröfu lögreglustjóra í dag um að hinn grunaði verði úrskurðaður í gæsluvarðhald til laugardagsins 24. september næstkomandi.
Lögreglan biður þá sem einhverjar upplýsingar geta veitt um málið að hafa samband í síma 444 2091.