Allir fá þá eitthvað fallegt...Börnin spurð út í jólin

Nafn: Hilmar Orri Birkisson
Aldur: 5. ára.
Fjölskylda: Mamma- Margrét Steinunn, pabbi – Birkir og litli bróðir minn hann Jóhann Bjartur. 
Afhverju höldum við uppá jólin? Afþví að bráðum fer að snjóa svo á líka Jesú afmæli á jólunum. 
Uppáhalds jólasveinninn þinn? Stekkjastaur, hann er svo stór. 
Hvað er skemmtilegast við jólin?  Að opna pakkana, horfa á jólamyndir, fá heitt súkkulaði og þegar jólasveinninn kemur að gefa í skóinn. 
Hvað langar þig í jólagjöf? Segulkubba, lestarteina, legokubba, bók og spil. 
Hvað ætlar þú að gera um jólin? Leika mér, fara í heita pottinn og sundlaugina. Ætla að gera allt um jólin, fara í göngu og gistipartý í stofuni með mömmu og pabba.  

 

 Nafn: Líam Ragnarsson
Aldur: 5 ára. 
Fjölskylda: Mamma mín heitir Bjartey Kjartansdóttir og Pabbi minn heitir Ragnar Þór Jóhannsson og systur mínar París og Chloé. 
Afhverju höldum við uppá jólin? Útaf jólasveinarnir eru að koma. 
Uppáhalds jólasveinninn þinn? Pottaskefill er besti jólasveinninn minn. 
Hvað er skemmtilegast við jólin? Að fá risastóra gjöf og að leika við vini mína. 
Hvað langar þig í jólagjöf? Dróna og spiderman búning með grímu. 
Hvað ætlar þú að gera um jólin? Leika við vini mína allan daginn. 

Nafn: Alexandra Árný Héðinsdóttir. 
Aldur: 5ára. 
Fjölskylda: Mamma Donna Ýr, pabbi Héðinn,Ísabella Ýr, Ísak Huginn, Natala Lóa, Jóhanna Bjarni. 
Afhverju höldum við uppá jólin? Út af jólasveinunum og snjónum.
Uppáhalds jólasveinninn þinn? Allir jólasveinarnir bestir. 
Hvað er skemmtilegast við jólin? Elska allt við jólin.
Hvað langar þig í jólagjöf? Risa stórt Barbie hús. 
Hvað ætlar þú að gera um jólin? Fara á þotu og renna mér í snjónum eða leika mér heima. 

Nafn: Ester Lóa 
Aldur: 5.ára.
Fjölskylda: Betsý, mamma Fríða, pabbi hann Ágúst, Andrea, Thelma og Guðbjörg.
Afhverju höldum við uppá jólin? Útaf því að við að við erum að fara að skreyta með jólaskrauti. 
Uppáhalds jólasveinninn þinn? Stúfur.
Hvað er skemmtilegast við jólin? Að fá eitthvað í jólagjöf.
Hvað langar þig í jólagjöf? Mig langar í hreindýrabangsa.
Hvað ætlar þú að gera um jólin? Kveikja á kerti og drekka kakó. 

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.