Í gær buðu Hollvinasamtök Hraunbúða heimilisfólkinu á Hraunbúðum á Tangann í kaffi, heitt súkkulaði, köku og svo í bíltúr um fallegu eyjuna okkar. Sagt er frá þessu á facebook-síðu samtakana. Þar segir jafnframt að þau hafi fengið blíðskaparveður og allir í skýjunum með daginn.
„Við viljum þakka styrktaraðilum okkar fyrir að hjálpa okkur að gleðja fólkið okkar, Sonju fyrir að vera dásamleg í sínu starfi. Einnig þökkum við Viking tours fyrir að bjóða okkur í bíltúr og fyrir að gera stundina enn dásamlegri með góðri eyjatónlist.“ segir að endingu í færslunni. Fleiri myndir úr ferðinni má sjá á facebook-síðu samtakana.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst