Aðventan er hafin og gott að stilla hugann og gefa sér tíma til að íhuga innihald hennar. Aðventukvöld verður í kvöld þar sem við beinum sjónum okkar að jólaboðskapnum. Í kvöld 3. desember hittumst við í safnaðarheimili Landakirkju kl. 19.30. Veglegar veitingar verða í boði og um kl. 20.00 mun Einar Igarashi nemandi Kittyar leika tónverk – Unnur og Simmi leiða almennan söng og syngja fyrir okkur – Vera Björk Einarsdóttir les jólasögu – Sr. Viðar Stefánsson flytur hugvekju.
Kirkjukórinn undir stjórn Kittyar mun syngja og svo syngjum við saman ,,Heims um ból” í lokin. ,,Allt varð þetta til þess að rætast skyldi það sem Drottinn lét spámanninn boða:,, sjá, yngismær mun þunguð verða og fæða son og lætur hann heita Immanúel; það þýðir guð með oss “ Matteus 1. 22-23.
Allir eru velkomnir í kvöld, konur og karlmenn !
Stjórn Aglow í Eyjum óskar ykkur öllumgleðilegra jóla með bæn um gott komandi ár. Fyrsta Aglow samveran á komandi ári verður 7. Janúar 2026, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst