Hljómsveitarkeppnin Allra Veðra Von verður haldin laugardaginn 12. október í Höllinni, þar sem rokkhljómsveitir munu etja kappi og keppa um verðlaunasæti. Sú hljómsveit sem hreppir fyrsta sætið mun vinna sér inn tveggja daga stúdóupptökur.
Sérstakir gestir kvöldsins verða þungarokks hljómsveitirnar Devine Defilement og Casus, en Casus kom síðast fram á Allra Veðra Von árið 2006 og er sú hljómsveit einungis skipuð Eyjamönnum. Húsið opnar kl 17:30 og hefst keppnin kl 18:00. Rokkunnendur ættu ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst