Allraheilagramessa verður í Landakirkju sunnudaginn 2.nóvember kl. 20.00. Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja munu flytja Requem eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar eru Sólbjörg Björnsdóttir og Geir Jón Þórisson. Matthías Harðar leikur á orgel og Kitty Kovács stjórnar.
Á allraheilagramessu minnumst við þeirra sem látist hafa í Vestmannaeyjum eða verið jarðsettir í kirkjugarði Vestmannaeyja síðastliðna 12 mánuði. Nöfn allra þeirra verða lesin upp og kertri tendrað fyrir hvern og einn, segir í tilkynningu frá Landakirkju.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst