 
											Andri Erlingsson gegndi hlutverki fyrirliða hjá 20 ára landsliði Íslands í handknattleik karla í gær þegar liðið mætti A-landsliði Grænlands í vináttuleik í Safamýri.
Með því fylgdi Andri fordæmi eldri systkina sinna, Söndru og Elmars, sem bæði hafa áður verið fyrirliðar íslenskra landsliða í handbolta.
20 ára landslið karla mætir grænlenska landsliðinu öðru sinni í Víkinni á morgun klukkan 13.30
Handbolti.is greindi frá þessu á miðli sínum í dag.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst