Andri og Jeffsy stýra ÍBV út tímabilið
11. júlí, 2019

Knattspyrnuráð karla hefur gert samkomulag við Ian Jeffs og Andra Ólafs um að stýra liðinu út tímabilið. Báðir eru þeir öllu ÍBV fólki af góðu kunnir og stýrðu liðinu í síðasta leik.

Ian Jeffs verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fær frí frá ÍBV til að fara í landsliðsverkefni um mánaðarmótin ágúst/september. Skarast það við heimaleik gegn Val og mun Andri stýra liðinu í leiknum og fá innanbúðar aðstoð til þess.

Fleiri góðar fréttir eru af karlafótboltanum hjá ÍBV því Daníel Geir Moritz hefur tekið formennsku í knattspyrnuráði og Magnús Sigurðsson hefur bæst við það að auki. Áfram munu Magnús Elíasson, Haraldur Bergvinsson og Guðmundur Ásgeirsson vera í ráðinu og er stefnt að því að fjölga um 1-2 til viðbótar.

Við óskum þeim öllum velfarnaðar í komandi verkefnum. Áfram ÍBV!

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst