Andri Ólafsson, miðju- og varnarmaðurinn sterki hjá ÍBV meiddist undir lok bikarleiksins gegn Fjölni í gær á ökkla. Meiðslin eru alvarleg og jafnvel talið að Andri hefði ökklabrotnað. Það gæti þýtt að tímabilið sé búið hjá þessum öfluga leikmanni, sem tók við fyrirliðabandinu í gær í fjarveru fyrirliðans Matt Garner. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu mikil blóðtaka meiðsli Andra eru fyrir lið ÍBV, sem varla mátti við því að missa fleiri menn úr leikmannahópnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst