Á heimasíðu Herjólfs segir að vegna bilunar í öðrum veltiugga skipsins hafi skipið ekki siglt frá Eyjum kl. 11.30, en vonandi takist að laga hann svo hægt verði að sigla frá Eyjum kl. 14.30. Vinna við viðgerð er þegar hafin en óvissa um stöðu mála á þessari stundu.
�?egar skipið var á leið frá Landeyjahöfn kl. 10 í morgun varð bilun í rafmagnskerfi uggans, svo ekki tókst að ná honum inn. Varð skipið því að lóna austan við Eyjar með reynt var að ná stjórnborðsugganum inn, því skipið gat ekki lagst að bryggju í Eyjum á stjórnborðshlið. En þegar tókst að ná ugganum inn, kom skipið að Herjólfsbryggju, hafði ferðin þá tekið rúman klukkutíma.