Árni Björn bylgjufræðingur - Sannleikurinn um Landeyjahöfn
28. maí, 2015
Í morgunblaðinu í gær skrifar Árni Björn Guðjónsson, bylgufræðingur eftirfarandi um mat hans á byggingu Landeyjahafnar: Frá því að ég sá fyrst hvernig átti að gera Landeyjahöfn var ég viss um að það væri röng aðferð. Einnig sá ég það að höfnin er ná- kvæm eftirlíking af höfninni í Hanstholm í Danmörku, sem er ekki gott því þar eru aðstæður allt aðrar. Seinna kom í ljós að skýrslur sérfræðinga sem farið var eftir voru um Hanstholm en ekki Landeyjahöfn. Sandur kemur niður um ós Markarfljóts, sem segir að þar þarf að gera garð sem nær það langt út að framburður fljótsins fari á um 10 metra dýpi og fleytist til vesturs.
Garðurinn að sjálfsögðu vestan megin við ósinn. Eystri garð Landeyjahafnar þarf að framlengja þannig að hann nái fyrir hafnarmynni Landeyjahafnar. �?annig er komið í veg fyrir að hafaldan eigi beina braut inn í höfnina og ausi sandinum inn um hafnarmynnið. �?etta er eina leiðin til að koma í veg fyrir að höfnin verði ófær, nýtt skip hefur ekkert með þetta að gera. �?að þarf að stytta vestari garðinn svo meira rými sé fyrir skip að sigla inn. Ef þetta tvennt hefði verið gert hefði Landeyjahöfn verið nothæf flesta óveðursdaga ársins og sandur ekki náð að komast inn í höfnina. Sagt hefur verið að ef þetta verði gert þá leiti sandurinn í skjól vestan megin við garðinn. En það tæki langan tíma að fylla í höfnina því meginsandurinn fleytist framhjá með austanstraumnum sem þarna er.
Til samanburðar eru flestar hafnir sem ég hef skoðað með slíkan öldubrjót. Til dæmis �?orlákshöfn og Dalvíkurhöfn. �?etta þarf að gera strax svo höfnin verð fær allt árið. �?g hef gert Facebook-síðu sem heitir Endurgerð Landeyjahöfn, þar eru um 30 myndir sem sýna þetta svart á hvítu. Suðaustanáttin lendir beint inn um hafnarmynnið og eys sandinum í höfnina. �?etta er hægt að laga með því að gera öldubrjót svo aldan brotnar á honum það utarlega og kemur í veg fyrir að sandurinn lendi í höfninni. �?essi garður þarf að ná út á um 10 metra dýpi og ná vel fyrir hafnarmynnið. �?á verður einnig logn við hafnarmynnið og hafaldan nær ekki inn. Einnig myndast skjól vegna öldunnar sem brotnar og endurkastast á móti öðrum öldum í nágrenninu. Eftir að þetta hefur verið gert getur hvaða skip sem er siglt inn í höfnina í hvaða veðri sem er. Sannleikurinn um Landeyjahöfn Eftir Árna Björn Guðjónsson Árni Björn Guðjónsson » Höfundur er bylgjufræðingur.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst