Viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja fyrir árið 2023 fór fram í Akóges í gær. Eins og hefð er fyrir var valinn Íþróattamaður Vestmannaeyja og íþróttafólk æskunnar auk þess sem aðildarfélag veittu viðurkenningar. Þá voru einnig veitt heiðursmerki bandalagsins.
Það var Arnór Viðarsson sem hlaut titilinn Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2023. Í umsögn um Arnór segir, Arnór, stóð sig frábærlega á árinu, var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði ÍBV. Hann sýndi ótrúlegan þroska í háspennu einvígi í úrslitum Íslandsmótsins. Arnór lék einnig stórt hlutverk með U-21 árs landsliði Íslands á HM en þeir enduðu í 3. sæti mótsins. Arnór er mögnuð fyrirmynd fyrir unga iðkendur og hefur síðustu ár verið að þjálfa yngri flokka ÍBV með frábærum árangri.
Íþróttamaður æskunnar árið 2023
Yngri- Agnes Lilja Styrmisdóttir
Agnes, hefur átt virkilega góðu gengi að fagna á árinu. Hún er einstaklega duglegur leikmaður sem æfir stíft bæði handknattleik og knattspyrnu. Agnes lék landsleiki á þessu ári fyrir U-15 ára landslið kvenna í handbolta gegn Færeyjum. Agnes sýndi þar hvers hún er megnug og skoraði fimm mörk í þessum leikjum. Agnes var einnig á síðasta ári kölluð til æfinga hjá U-16 ára landsliði kvenna í handbolta. Þá hefur Agnes stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.
Eldri- Elísa Elíasdóttir
Elísa, hefur átt magnað tímabil með meistaraflokk kvenna í handknattleik þar sem hún var lykilmaður hjá deildar og bikarmeisturum. Ekki má gleyma að Elísa og stelpurnar fóru einnig alla leið á íslandsmótinu. Elísa stóð sig frábærlega á EM með U-19 ára landsliðinu. Hún kórónaði svo sitt ár með því að vera valin í lokahóp A-landsliðs kvenna til að taka þátt á HM í Noregi. Elísa er algerlega mögnuð fyrirmynd fyrir unga iðkendur og hefur sýnt ótrúlegan þroska innan sem utan vallar þrátt fyrir ungan aldur.
Heiðursmerki ÍBV úr silfri hafa verið veitt frá árinu 1970 þeim einstaklingum sem hafa unnið vel og dyggilega fyrir íþróttahreyfinguna í áratug eða lengur.
Í ár var eftirtöldum einstaklingum þakkað fyrir óeigingjarnt starf og dygga þjónustu fyrir íþróttahreyfinguna með silfurmerki ÍBV.
Sigríður Inga Kristmannsdóttir
Laufey Grétarsdóttir
Edda Daníelsdóttir
Ólafía Birgisdóttir
Pálmi Harðarsson
Kristleifur Guðmundsson
Jakob Möller
Sigursveinn Þórðarson
Við veitingu gullmerki ÍBV skal tekið mið af því að sá sem veita á merkið hafið áður verið veitt silfurmerki ÍBV og hafi staðið í forustusveit íþróttamála í Vetstmannaeyjum og unnið þeim vel og dyggilega.
Í ár var tveimur aðilum veitt gullmerki IBV og þau eru
Ingibjörg Jónsdóttir
Arnar Richardsson
Árið 1994 var byrjað að heiðra einstakling sem með starfi sínu og rækt við íþróttir í Vestmannaeyjum þótti skara fram úr. Í ár hlaut þann heiður Eyjólfur Guðjónsson. Jóhann tók við verðlaununum fyrir hans hönd.
Aðrar viðurkenningar
Fimleikafélagið Rán: Rakel Rut Rúnarsdóttir
Golfklúbbur Vestmannaeyja: Sigurbergur Sveinsson kylfingur ársins
Efnilegastur: Andri Erlings
ÍBV íþróttafélag:
Handbolti: Rúnar Kárason, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir
Fótbolti: Guðný Geirsdóttir, Elvis Mbwomo
Íþróttafélagið Framherjar Smástund/KFS: Hafsteinn Gísli Valdimarsson
Íþróttafélagið Ægir:
Birgir Reimar Rafnsson (eldri)
Arnar Bogi Andersen (yngri)
Skotfélag Vestmannaeyja: Ólafur Sigurðsson
Sundfélag ÍBV: Arna Gunnlaugsdóttir
Svanhildur Eiríksdóttir og Arna Gunnlaugsdóttir.
Ljósmyndir: Sigfús Gunnar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst