Sjálfbær rekstur í erfiðu rekstrarumhverfi sveitarfélaga
26. mars, 2024
Mynd/ mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023:

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 á síðasta fundi bæjarstjórnar. Er ljóst að staðan er góð. Er niðurstaða samstæðu bæjarins (A- og B- hluta)  jákvæð um 564 milljónir króna  sem er um 400 milljónum  umfram áætlun og 530 milljónum betri en árið á undan. Rekstrarafkoma A- hluta er jákvæð um 231 milljónir og um 409  milljónum fyrir afskriftir og fjármagnsliði sem sýnir að rekstur bæjarins er sjálfbær í erfiðu rekstrarumhverfi sveitarfélaga.

Í fundargerð segir að fjárfestingar bæjarins hafi aukist á árinu og hafa allar verið fjármagnaðar af eigið fé og ekki hefur komið til lántöku. „Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að því að greiða niður skuldir bæjarsjóðs sem gerir það að verkum að skuldastaða bæjarins er töluvert betri en flestra annarra sveitarfélaga. A- hluti (sveitarsjóður) verður skuldlaus við fjármálastofnanir á yfirstandandi ári. Ársreikningurinn endurspeglar vel fjárhagslegan styrk sveitarfélagsins sem er vel í stakk búið að standa undir framtíðaruppbyggingu. Fjármálastjórnun bæjarins er fagleg, vel ígrunduð og með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Framtíðarhorfur samfélagsins eru bjartar,“ segir í bókun meirihluta H- og E-lista.

„Það er ljóst að samstillt átak bæjarstjórnar hefur skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu A- hluta fyrir 2023. Niðurstaðan 2022 var neikvæð og voru það mikil vonbrigði eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á.

Niðurstaðan telst ásættanleg á tímum sem þessum þegar kröfur til sveitarfélaga eru meiri en oft áður, sér í lagi þegar litið er til þeirra ábyrgða sem ríkið hefur velt yfir á sveitarfélögin undanfarin misseri. Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu í A-hluta verður mjög krefjandi að fjármagna komandi verkefni bæjarfélagsins og brýnt að stöðugt sé leitað leiða til að auka skilvirkni í rekstrinum og veita góða þjónustu án þess að auka útgjöldin. Þar munum við leggja okkar af mörkum sem fyrr,“ lét minnihluti D-lista bóka.

Ársreikningur sjóða í A-hluta 2023:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (jákvæð) kr. 176.276.000

Rekstrarafkoma ársins (jákvæð) kr. 231.428.000

Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 14.402.948.000

Eigið fé kr. 8.138.832.000

Samstæða Vestmannaeyjabæjar

Afkoma fyrir fjármagnsliði (jákvæð) kr. 542.471.000

Rekstrarafkoma ársins (jákvæð) kr. 564.108.000

Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 17.325.368.000

Eigið fé kr. 11.100.293.000

Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2023:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 205.726.000

Rekstrarafkoma ársins kr. 230.026.000

Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.647.997.000

Eigið fé kr. 2.423.721.000

Ársreikningur Félagslegra íbúða 2023:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 18.438.000

Rekstrarafkoma ársins kr. 0

Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 903.140.000

Eigið fé (neikvætt) kr. -50.568.000

Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2023:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 94.282.000

Rekstrarafkoma ársins kr. 66.850.000

Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 730.518.000

Eigið fé kr. 477.892.000

Ársreikningur Vatnsveitu 2022:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 0

Rekstrarafkoma ársins kr. 0

Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 320.000.000

Eigið fé kr. 0

Ársreikningur Herjólfs ohf 2023:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 55.360.000

Rekstrarafkoma ársins kr. 67.534.000

Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 470.936.000

Eigið fé kr. 268.354.000

Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2023:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -9.930.000

Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -9.930.000

Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 17.896.000

Eigið fé kr. 16.833.000

Ársreikningur Eyglóar eignarhaldsfélags ehf. 2023:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 2.320

Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -21.800.000

Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 612.162.000

Eigið fé (neikvæð) kr. -24.272.000

Samþykkt með níu samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn og til endurskoðunar.

 

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst