Ásgeir ekki meira með
26. apríl, 2021
Davíð Þór og Ásgeir Snær, mynd: ÍBV

Ásgeir Snær Vignisson leikur ekkert meira með ÍBV í Olísdeildinni á þessu keppnistímabili. Hann hefur ekkert verið með ÍBV um skeið eftir að hafa komið til leiks á ný í lok janúar eftir að hafa farið úr axlarlið í byrjun október. Ásgeir Snær er nú að jafna sig af handarbroti sem hann varð fyrir. Stefnan hefur verið tekin á að Ásgeir Snær mæti til hress til leiks þegar næsta keppnistímabil hefst, að sögn Kristins Guðmundssonar, annars þjálfara ÍBV í samtali við handbolti.is.

Fleiri leikmenn ÍBV eru á sjúkralista. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, er meiddur í baki og hinn efnilegi Arnór Viðarsson er meiddur á ökkla. Til viðbótar hefur Friðrik Hólm Jónsson verði frá keppni síðan í haust eftir að hann sleit krossband í hné. Friðrik verður klár í slaginn í byrjun næsta tímabils eins og Ásgeir Snær.

ÍBV heldur þar með áfram að tefla fram yngri og efnilegum leikmönnum í leikjum sínum á næstunni. ÍBV vann Fram í Safamýri í gær, 30:29, og tekur á móti liði Selfoss í Suðurlandsslag í Vestmannaeyjum á föstudaginn í 17. umferð Olísdeildar karla.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.