Ásmundur Friðriksson alþingismaður hélt opin fund í Ásgarði í dag og bauð uppá súpu og spjall. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður. „Það var farið yfir allt þetta helsta ræddum mikið fjárlög og samgönguáætlun. Hljóðið var gott í fundargestum og var farið um víðan völl á fundinum, sagði Ási.
Ási hefur verið á þeytingi og nóg framundan. “Það er gott að nota hléið í þinginu og fara og hitta fólk. Það er þéttbókaður dagur hjá mér í dag og ég er búinn að fara víða,“ sagði Ási.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst