Ástir samlyndra í fiskvinnslu

„Ég kom hingað frá Póllandi fyrir fimm árum. Systir mín hafði áður flutt til Íslands og útvegaði mér vinnu í Vinnslustöðinni. Sjálf starfar hún hjá Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Anna kom frá Póllandi einu ári á eftir mér.

Við kynntumst í Eyjum, urðum par, búum saman og vinnum líka saman! Okkur líður vel á Íslandi og hér ætlum viljum við vera til frambúðar.“

Milosz Adrian Szczesny segir brosmildur ástar- og ævintýrasögu þeirra Önnu Bara. Þau starfa bæði tvö í bolfiski og humri í Vinnslustöðinni. Hann var nýlega ráðinn flokksstjóri á því sviði starfseminnar og hafði áður leyst af sem slíkur í eitt ár eða svo.

Flokkstjóri vinnur eins og hver annar í framleiðslunni en hefur jafnframt það hlutverk að fylgjast með því að vinnslan gangi snurðulaust fyrir sig og er verkstjóranum til aðstoðar eftir atvikum.

 

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.