Í átt að aukinni umhverfisvitund hér í Vestmannaeyjum, lagði Umhverfis- og skipulagsráð á fundi sínum í síðustu viku að farið yrði aftur í verkefnið “Einn poki af rusli”.
�??Líkt og í fyrra leggur ráðið til að einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök fari í sameiginlegt átak um að gera Vestmannaeyjar að snyrtilegasta bæjarfélagi landsins með því að hreinsa til á lóðum okkar og í nærumhverfinu, í gönguferðum eða hvar sem þarf að láta hendur standa fram úr ermum.
Átakið hefst þegar í stað og stendur til 6.maí nk. Hægt er að fylgjast með framvindunni á facebook-síðunni “Einn poki af rusli”, en þar munu fyrirtæki skora á önnur fyrirtæki líkt og var í fyrra og gaf góða raun.
�?á mun umhverfis- og framkvæmdasvið leggja til poka sé þess óskað en hægt er að fá slíkt í �?jónustumiðstöð bæjarins á opnunartíma. Starfsmenn bæjarins munu einnig hirða upp poka og annað sem fellur til eftir ruslatínsluna en gott er að fá ábendingar um hvar slíkt er að finna sé það skilið eftir. Ráðið felur starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að kynna átakið.�??
Haldið er utan um átakið á facebook
hérna.