Aukaferð verður með Baldri í kvöld, miðvikudag klukkan 20:30 frá Eyjum og 21:30 frá Landeyjahöfn. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Eimskip, er aukaferðin farin vegna fyrirliggjandi slæmrar ölduspár fyrir næstu tvo daga. �??Ef spáin gengur eftir verða að teljast töluverðar líkur á því að ófært verði til Landeyjahafnar á morgun fimmtudag og einnig á föstudag. Ef ófært er til Landeyjahafnar siglir Baldur ekki til �?orlákshafnar. Tilkynning um siglingar morgun fimmtudag mun verða send út um kl. 7 í fyrramálið,�?? segir í tilkynningunni.