Fólkið í Dalnum – heimildarmynd um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var frumsýnd fyrir fullu húsi í Eyjabíói föstudaginn 12. júlí. „Við erum í skýjunum yfir frábærum viðtökum á myndinni okkar,“ segir Skapti Örn Ólafsson annar framleiðenda Fólksins í Dalnum, en hann ásamt Sighvati Jónssyni hefur unnið að gerð myndarinnar undanfarin fimm ár. Myndin var síðan einnig frumsýnd fyrir fullu húsi í Kringlubíói í Reykjavík mánudaginn 15. júlí.
Rúmlega 700 manns séð myndina
Ætla má að rúmlega 700 manns hafi nú þegar séð myndina í kvikmyndahúsum. Vegna frábærra viðbragða hafa verið settar upp aukasýningar á Fólkinu í Dalnum í samráði við Eyjabíó og Kringlubíó í Reykjavík. „Eyjamenn hafa ennþá tækifæri til að sjá myndina í Eyjabíói núna á fimmtudag og föstudag og eins í Kringlubíói í Reykjavík á föstudag og sunnudag. Við Sighvatur hvetjum unnendur Þjóðhátíðar til að flykkjast í kvikmyndahús til að sjá myndina og hita þannig almennilega upp fyrir hátíðina í Herjólfsdal,“ segir Skapti Örn.
Sýningartímar á Fólkinu í Dalnum
Eyjabíó í Vestmannaeyjum:
· Fimmtudaginn 18. júlí kl. 18.00
· Föstudaginn 19. júlí kl. 18.00
Kringlubíó í Reykjavík
· Föstudaginn 19. júlí kl. 22.10
· Sunnudaginn 21. júlí kl. 22.10
„Gæsahúð allan tímann“
Eyjamenn sem hafa séð Fólkið í Dalnum hafa ekki látið sitt eftir liggja á samfélagsmiðlum, en þar má lesa umsagnir um myndina eins og „Gæsahúð allan tímann!“, „Eyja- og Þjóðhátíðarstemning beint í æð!“ og „Ekki til betri leið að hita upp fyrir Þjóðhátíð en að sjá Fólkið í Dalnum!“.
Hægt er að nálgast miða á Fólkið í Dalnum – heimildarmynd um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í Eyjabíói og á vef Sambíóanna – www.sambio
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst