Markadrottning ÍBV sér fram á enn stærri skref í Bestu deildinni

Bandaríska knattspyrnukonan, Allison Grace Lowrey, kom eins og stormsveipur inn í kvennalið ÍBV í fótbolta í sumar. Allison er 23 ára sóknarmaður sem sló í gegn með ÍBV í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum, þar sem hún skoraði samtals 30 mörk. Hún var lang markahæst í deildinni með 25 mörk og skoraði í öllum bikarleikjum liðsins, þar […]
Alex Freyr fyrirliði og besti leikmaðurinn

Alex Freyr Hilmarsson átti frábært tímabil með ÍBV í sumar, þegar liðið tryggði sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni á næsta ári. Alex Freyr er 32 ára gamall og hefur leikið með ÍBV frá árinu 2022. Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Eyjamanna frá komu sinni. Alex, sem var fyrirliði ÍBV í sumar, […]
Innlit á Eyjaheimili
Hér í Eyjum má finna fjölmörg falleg heimili með ólíkan stíl og áhugavert skipulag. Í Innliti á Eyjaheimili skoðum við eignir sem eru á markaði og rýnum í hvað gerir þær sérstakar. Við förum í gegnum skipulag, hönnun og þau smáatriði sem fanga athygli og fáum innsýn um stöðu og strauma á fasteignamarkaðnum hér í […]
Vera lífsgæðasetur – Ný heimasíða komin í loftið

Vera Lífsgæðasetur var stofnað í október 2024 af öflugum hópi fagkvenna sem starfa í tengdum greinum. Þar koma saman einyrkjar sem sameinast undir einu þaki og bjóða upp á heildræna þjónustu fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Í Veru starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga, meðal annars sálfræðingur, næringarfræðingur, talmeinafræðingur, félagsráðgjafi, þroska- og einhverfuráðgjafi og hjúkrunarfræðingar. Markmið Veru […]
Jóhanna Lilja tilnefnd sem sjálfboðaliði ársins til almannaheilla

Dagur sjálfboðaliða var haldinn 5. desember og í tilefni dagsins valdi Almannaheill sjálfboðaliða ársins úr tilnefningum aðildarfélaga sinna. Í ár tilnefndi Krabbameinsfélagið Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur, formann Brakkasamtakanna fyrir öflugt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og málstaðarins. Jóhanna Lilja var afar þakklát fyrir viðurkenninguna. ,,Þetta er mikil viðurkenning, ekki bara fyrir mig heldur fyrir allt […]
Andri bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2

Tónlistarmaðurinn og eyjamaðurinn Andri Eyvinds bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár með laginu Bakvið ljósin. Lagið, sem hann samdi sjálfur, fangar þá tilfinningu að hátíðarnar séu ekki endilega léttar fyrir alla, þvert á móti geti þessi tími ýft upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum. Andri fékk verðlaunin afhent í Popplandi á Rás […]
Jólatónleikar Gleðisprengjanna

Jólatónleikar hljómsveitarinnar Gleðisprengjanna fara fram á fimmtudaginn næstkomandi á Brothers Brewery, en hljómsveitin varð til fyrir nokkru síðan eftir afrakstur skapandi verkefnis sem unnið var af þeim Jarli Sigurgeirssyni og Birgi Nilsen fyrir Visku í samvinnu við starfsfólk Heimaeyjar vinnu- og hæfingarstöðvar. Hópurinn hefur í framhaldinu þróast áfram og verður nú með jólatónleika líkt og […]
Íþróttamaður mánaðarins: Emil Gautason

Íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni er hinn ungi og efnilegi Emil Gautason. Emil er aðeins 15 ára gamall og gríðarlega efnilegur fótboltamaður sem spilaði með KFS í 4. deildinni fyrri hluta sumars, ásamt því að leika með 2. og 3.flokki ÍBV. Emil þreytti frumraun sína með meistaraflokki ÍBV, seinni hluta tímabilsins, í 4-1 sigri gegn […]
Listin veitir slökun og hugleiðslu

Jónína Björk Hjörleifsdóttir eða Jóný eins og hún er oftast kölluð er fjölhæf listakona sem hefur skapað ótal hluti í gegnum tíðina og unnið með margs konar efni. Upp á síðkastið hefur keramik orðið sífellt stærri hluti af sköpun hennar, bæði sem listform og sem leið til að skapa nytjahluti. Jóný ræddi við Eyjafréttir um hvað […]
Einsi kaldi slær hvergi af

Í Vestmannaeyjum eins og öðrum bæjum á landsbyggðinni skiptir hvert starf miklu máli. Hér búum við svo vel að eiga öflug fyrirtæki sem saman mynda öfluga heild í kraftmiklu samfélagi. Sextán þeirra voru valin sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2025 og er Einsi kaldi – veisluþjónusta verðugur fulltrúi þeirra. Umfangið er meira en flesta grunar en skipta má starfseminni í […]