Vel heppnaður handverks- og vörumarkaður

Haldin var glæsilegur handverks- og vörumarkaður í Höllinni í dag og verður aftur á morgun, sunnudag. Yfir 20 aðilar bjóða fjölbreyttar vörur, nytjamuni, handverk og listmuni til sölu. Einnig er jólakaffihús á efri palli Hallarinnar þar sem fólk getur gætt sér á heitu súkkulaði og nýbökuðum vöfflum. Eyjafréttir litu við í dag og kíktu á […]

Birgitta Haukdal las upp úr nýju Láru bókinni sinni

Sannkölluð jólastemning var á Bókasafni Vestmannaeyja í dag þegar hátíðardagskrá safnsins hófst. Fjöldi barna og fjölskyldna lagði leið sína á safnið þar sem Birgitta Haukdal las upp úr nýjustu Láru bók sinni. Heimsóknin vakti mikla lukku og var salurinn fullur af krökkum sem fylgdust vel með og tóku virkan þátt. Einnig var Jólasveinaklúbbur bókasafnsins kynntur […]

Vel heppnað jólapartý og tískusýning Flamingo

Tískuvöruverslunin Flamingo stóð fyrir skemmtilegu jólakvöldi í gær þar sem boðið var upp á veitingar afslætti og tískusýningu. Kynntar voru nýjustu jólavörurnar og var góð stemning í húsinu. Myndasyrpu frá tískusýningunni og kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. (meira…)

Jólapartý í Flamingo

Tískuvöruverslunin Flamingo verður með sérstaka kvöldopnun í kvöld, fimmtudag, frá klukkan 18:30 til 21. Í tilefni kvöldsins verður boðið upp á tískusýningu þar sem kynntar verða helstu nýjungar í versluninni. Gestir og gangandi geta einnig gert góð kaup en 30% afsláttur verður af öllum vörum meðan á viðburðinum stendur. Að auki verða léttar veitingar og […]

Foreldrar hvattir til að yfirfara samfélagsmiðla barna sinna

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara vandlega yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. Tilefnið er mál sem hefur komið upp í Eyjum sem tengist svokölluðum 764 ofbeldishópi. Umræddir hópar geta borið mismunandi nöfn, en eiga það sameiginlegt að nota börn í annarlegum tilgangi. Samskiptin fara fram í gegnum samfélagsmiðla og leiki sem […]

Elmar setti deildarmet

Elmar Erlingsson átti stórleik í þýsku 2. deildinni á laugardag þegar Nordhorn-Lingen lagði HSC 2000 Coburg að velli, 30:26. Elmar lagði upp tíu mörk í leiknum og er það met á yfirstandandi tímabili, enginn hefur sett fleiri stoðsendingar í einum leik í deildinni í vetur. Auk þess að stýra miklu í sóknarleiknum skoraði Elmar sjálfur […]

Flugsamgöngur hefjast á ný milli lands og Eyja

Samkvæmt upplýsingum frá Norlandair mun flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefjast á ný í desember. Áætlunin gerir ráð fyrir einni ferð á föstudögum, sunnudögum og mánudögum og tveim á fimmtudögum. Áætlunin tekur gildir frá 1. desember 2025  og stendur til 28. febrúar 2026. Með þessu verður íbúum og ferðalöngum boðið upp á bættar samgöngur milli […]

Fórnalamba umferðaslysa minnst í dag

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag, 16. nóvember, um allt land og víðsvegar um heiminn. Á þessum degi er sjónum jafnan beint að ákveðnum áhættuþáttum sem valda banaslysum. Í ár var megináherslan á notkun öryggisbelta, sem teljast einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða. Minnigarmessa var haldin í Landakirkju í dag í tilefni dagsins og mætti […]

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 16. nóvember um allt land og víðsvegar um heiminn. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessum degi, sem fest hefur sig í sessi víða um heim sem mikilvægur minningardagur og áminning. Dagurinn er jafnframt hugsaður til að hvetja fólk til að líta inn á […]

Ystiklettur og Urðirnar töfra mig sem listamann

Urðirnar eru ekki árennilegar þegar suðaustanáttin hvín og rífur upp sjóinn á Víkinni svo Ystiklettur hverfur í særokinu. En eins og alltaf þá skellur hann aftur á með blíðu og Kletturinn blasti við af Urðarvegi 39, þar sem Rósanna Ingólfsdóttir Welding  bjó á æskuheimili sínu. Ystiklettur var fjallið hennar og Klettshellirinn þar sem fyrsta gítargripið hljómaði, blasti […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.