Barbora Gorová – Frá Tékklandi til Vestmannaeyja

Barbora Gorová flutti til Vestmannaeyja árið 2017 ásamt eiginmanni sínum, Eyjamanninum Gísla Matthíasi Sigmarssyni. Þau kynntust á ferðalagi sínu um Kúbu og urðu fljótlega par. Eftir að hafa búið saman erlendis um tíma ákváðu þau að setjast að í Eyjum. Barbora er lyfjafræðingur að mennt og hefur hún vakið athygli fyrir fagmennsku sína og þjónustulund […]
Kósí stemning í miðbænum í gær

Notaleg stemning var í miðbænum í gærkvöldi þegar þrjár verslanir, Póley, Sjampó og Litla skvísubúðin, buðu viðskiptavinum í kvöldopnun. Boðið var upp á ýmis tilboð og kynningar ásamt léttum veitingum. Litla skvísubúðin fagnaði 15 ára afmæli sínu og var með flotta tískusýningu sem vakti mikla athygli. Sjampó var með kynningu á Sebastian hárvörum og var […]
Jólaþorp Vöruhússins opnar á ný á aðventunni

Vöruhúsið mun á ný opna jólaþorp sitt í aðdraganda jóla líkt og í desember í fyrra. Um er að ræða samfélagsverkefni Vöruhússins þar sem félagssamtökum/fyrirtækjum gefst kostur á að selja varning tengdan jólum. Framtakið heppnaðist afar vel í fyrra og var Jólaþorpið vel sótt af börnum sem fullorðnum sem mættu og áttu notalega jólastund í […]
HS Vélaverk ehf. fagnar tíu ára afmæli

HS Vélaverk ehf. vélaverktakar er í eigu Hafþórs Snorrasonar og Hermanns Sigurgeirssonar. Fyrirtækið fagnaði tíu ára afmæli þann fyrsta október sl.. Umfangið hefur aukist á þessum tíu árum og hefur verið nóg að gera. Starfsmenn eru sjö og hafa þeir yfir að ráða 21 tæki af öllum stærðum. Þeir hafa komið að nokkrum stærstu verkefnum í Vestmannaeyjum […]
Una og Sara – söngurinn tengdi þær saman

Söngkonurnar Una og Sara ættu að vera eyjafólki vel kunnugar en þær stöllur hafa nú sungið saman í nær tíu ár og heillað áhorfendur með samhljómi sínum og faglegri framkomu. Samstarf þeirra þróaðist út frá sameiginlegum áhuga þeirra á tónlist sem hefur vaxið og dafnað síðastliðin ár. Una og Sara veittu Eyjafréttum viðtal þar sem […]
LAXEY nær stórum áfanga – fyrstu slátrun lokið

Fyrsta slátrun hjá Laxey var í gær og var gert að laxinum í vinnsluhúsi félagsins í Viðlagafjöru. Eru þetta stór tímamót hjá Laxey sem tók á móti fyrstu hrognunum í nóvember 2023. Ári seinna, í nóvember 2024 var fyrsti laxinn fluttur í áframeldið í Viðlagafjöru. Nú, réttu ári seinna er fyrsta laxinum slátrað. Laxey Vinnsluhús […]
Kósíkvöld, afslættir og jólabjór í miðbænum

Það verður líf og fjör í bænum á fimmtudag og föstudag nk. Á fimmtudagskvöldið verður kósý kvöld í Póley þar sem boðið verður upp á kynningu á Vera design ásamt tilboðum, happdrætti og léttum veitingum. Sama kvöld fagnar Skvísubúðin 15 ára afmæli sínu og verður einnig boðið upp á afslætti og afmælisgleði í tilefni dagsins. […]
Óli Gränz kynnir nýja bók í Eldheimum- uppfært

Metnaðarfullri dagskrá safnahelgar er svo sannarlega ekki lokið. Fram undan er stórskemmtilegt kvöld þar sem Óli Gränz sem vart þarf að kynna mætir með nýja bók um sitt viðburðarríka lífshlaup. Óli Gränz fæddist í Vestmannaeyjum 1941 og átti heima í Jómsborg, á Kirkjuvegi 88 og Breiðabliki. Hann var til sjós á yngri árum og var […]
Natali Oson flúði Úkraínustríðið og flutti til Vestmanneyja

Natali Oson er 38 ára gömul kona frá Úkraínu sem, ásamt eiginmanni sínum, Slava Mart, flutti til Vestmannaeyja árið 2020. Ástæðan fyrir flutningunum var stríðið í heimalandinu, sem gerði þeim ómögulegt að halda áfram venjulegu lífi þar. Þau stóðu frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að yfirgefa heimili sitt, vini og fjölskyldu til að hefja nýtt […]
Ragna Árnadóttir forstjóri Landsnets

Ragna Árnadóttir tók við stöðu forstjóra í sumar en hún kom til Landsnets frá Alþingi þar sem hún hafði starfað sem skrifstofustjóri undanfarin sex ár. Áður hafði hún starfað sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og þekkir hún því vel til orkumála. Í sumar lagði Landsnet tvo nýja háspennustrengi til Vestmannaeyja og í kjölfar þess kom Ragna, nýtekin […]