Vel heppnaður handverks- og vörumarkaður

Haldin var glæsilegur handverks- og vörumarkaður í Höllinni í dag og verður aftur á morgun, sunnudag. Yfir 20 aðilar bjóða fjölbreyttar vörur, nytjamuni, handverk og listmuni til sölu. Einnig er jólakaffihús á efri palli Hallarinnar þar sem fólk getur gætt sér á heitu súkkulaði og nýbökuðum vöfflum. Eyjafréttir litu við í dag og kíktu á […]
Birgitta Haukdal las upp úr nýju Láru bókinni sinni

Sannkölluð jólastemning var á Bókasafni Vestmannaeyja í dag þegar hátíðardagskrá safnsins hófst. Fjöldi barna og fjölskyldna lagði leið sína á safnið þar sem Birgitta Haukdal las upp úr nýjustu Láru bók sinni. Heimsóknin vakti mikla lukku og var salurinn fullur af krökkum sem fylgdust vel með og tóku virkan þátt. Einnig var Jólasveinaklúbbur bókasafnsins kynntur […]
Vel heppnað jólapartý og tískusýning Flamingo

Tískuvöruverslunin Flamingo stóð fyrir skemmtilegu jólakvöldi í gær þar sem boðið var upp á veitingar afslætti og tískusýningu. Kynntar voru nýjustu jólavörurnar og var góð stemning í húsinu. Myndasyrpu frá tískusýningunni og kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. (meira…)
Jólapartý í Flamingo

Tískuvöruverslunin Flamingo verður með sérstaka kvöldopnun í kvöld, fimmtudag, frá klukkan 18:30 til 21. Í tilefni kvöldsins verður boðið upp á tískusýningu þar sem kynntar verða helstu nýjungar í versluninni. Gestir og gangandi geta einnig gert góð kaup en 30% afsláttur verður af öllum vörum meðan á viðburðinum stendur. Að auki verða léttar veitingar og […]
Foreldrar hvattir til að yfirfara samfélagsmiðla barna sinna

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara vandlega yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. Tilefnið er mál sem hefur komið upp í Eyjum sem tengist svokölluðum 764 ofbeldishópi. Umræddir hópar geta borið mismunandi nöfn, en eiga það sameiginlegt að nota börn í annarlegum tilgangi. Samskiptin fara fram í gegnum samfélagsmiðla og leiki sem […]
Elmar setti deildarmet

Elmar Erlingsson átti stórleik í þýsku 2. deildinni á laugardag þegar Nordhorn-Lingen lagði HSC 2000 Coburg að velli, 30:26. Elmar lagði upp tíu mörk í leiknum og er það met á yfirstandandi tímabili, enginn hefur sett fleiri stoðsendingar í einum leik í deildinni í vetur. Auk þess að stýra miklu í sóknarleiknum skoraði Elmar sjálfur […]
Flugsamgöngur hefjast á ný milli lands og Eyja

Samkvæmt upplýsingum frá Norlandair mun flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefjast á ný í desember. Áætlunin gerir ráð fyrir einni ferð á föstudögum, sunnudögum og mánudögum og tveim á fimmtudögum. Áætlunin tekur gildir frá 1. desember 2025 og stendur til 28. febrúar 2026. Með þessu verður íbúum og ferðalöngum boðið upp á bættar samgöngur milli […]
Fórnalamba umferðaslysa minnst í dag

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag, 16. nóvember, um allt land og víðsvegar um heiminn. Á þessum degi er sjónum jafnan beint að ákveðnum áhættuþáttum sem valda banaslysum. Í ár var megináherslan á notkun öryggisbelta, sem teljast einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða. Minnigarmessa var haldin í Landakirkju í dag í tilefni dagsins og mætti […]
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 16. nóvember um allt land og víðsvegar um heiminn. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessum degi, sem fest hefur sig í sessi víða um heim sem mikilvægur minningardagur og áminning. Dagurinn er jafnframt hugsaður til að hvetja fólk til að líta inn á […]
Ystiklettur og Urðirnar töfra mig sem listamann

Urðirnar eru ekki árennilegar þegar suðaustanáttin hvín og rífur upp sjóinn á Víkinni svo Ystiklettur hverfur í særokinu. En eins og alltaf þá skellur hann aftur á með blíðu og Kletturinn blasti við af Urðarvegi 39, þar sem Rósanna Ingólfsdóttir Welding bjó á æskuheimili sínu. Ystiklettur var fjallið hennar og Klettshellirinn þar sem fyrsta gítargripið hljómaði, blasti […]