Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda

Skúli Bragi Geirdal og Haukur Brynjarsson frá Netvís verða með fræðsluerindi um netöryggi fyrir foreldra og forráðamenn barna í 1.–10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt foreldra framhaldskólanemenda. Fræðslan sem átti upphaflega að fara fram í desember sl. var frestað og fer því fram í dag, 22. janúar kl. 17.30 í sal Framhaldsskólans Á erindinu verður fjallað […]
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd

Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að framlengja áskriftarkort í sundlauginni um þrjá mánuði vegna tafa á framkvæmdum við innilaugina. Framkvæmdir hafa tekið lengri tíma en áætlað var og hefur því verið ákveðið að koma til móts þá sem eiga árskort í sundlaugina. Framlengingin fer sjálfkrafa fram og þurfa korthafar því ekki að aðhafast neitt. Lengri gildistími ætti […]
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár

Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson er annar þeirra tónlistamanna sem búið er að tilkynna að komi fram á Hljómey í ár. Sigurður er þekktur fyrir hlýjan hljóm, sterka texta og lög sem hafa fest sig rækilega í sessi hjá hlustendum víða um land. Sigurður er meðlimur hljómsveitanna Hjálmars, Baggalúts og GÓSS og hefur að auki gefið út […]
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026

Goslokahátíðin 2026 fer fram dagana 2.–5. júlí. Undirbúningur er hafinn og kalla skipuleggjendur nú eftir hugmyndum og þátttöku frá íbúum, listafólki og fyrirtækjum. Óskað er eftir tillögum að dagskráratriðum, viðburðum, sýningum eða nýjum hugmyndum sem gætu orðið hluti af hátíðinni í ár. Allar hugmyndir eru vel þegnar og eru íbúar hvattir til að láta rödd […]
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans

Á síðustu misserum hefur færst í vöxt að fólk stundi slökun, hugleiðslu og núvitund, sem og aðrar leiðir til að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan. Kristín Ósk Óskarsdóttir er ein þeirra sem leggur mikla áherslu á hugleiðslu og hefur vakið athygli fyrir gong slökunartíma sína, þar sem hún sameinar tónheilun, reikiheilun og djúpa slökun […]
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun

Herjólfur hefur gefið út að í dag og á morgun, 18. og 19. janúar verði siglt til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum : 07.00 og 16.00 Brottför frá Þorlákshöfn : 10.45 og 19.45 Farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað. Á þessum árstíma […]
Karlar hvattir til að sýna handverk

Í tilefni af bóndadags og upphafi Þorra verður haldinn handverksdagur karla í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. janúar. Markmiðið með deginum er að heiðra og varpa ljósi á fjölbreytt handverk karla í bænum. Leitað er eftir þátttakendum sem vilja sýna handverk sitt og jafnframt hafa tækifæri til að selja afurðir sínar á staðnum. Þeir sem […]
Staðan á framkvæmdum í sundlauginni

Í sundlaug Vestmannaeyja standa nú yfir umfangsmiklar framkvæmdir þar sem verið er að endurnýja búnað sem hefur verið í notkun frá upphafi. Markmið framkvæmdanna er að bæta vatnsgæði og auka öryggi gesta. Í því samhengi er verið að setja upp fimm nýjar sandsíur sem munu gegna lykilhlutverki í hreinsun sundlaugarvatnsins. Pípulagningarmenn vinna þessa dagana að […]
Páll Óskar kemur fram á Hljómey 2026

Skipuleggjendur Hljómeyjar tilkynntu í gær fyrsta listamann hátíðarinnar 2026 og er það enginn annar en poppstjarna Íslands, Páll Óskar Hjálmtýsson. Páll Óskar mun stíga á svið á Hljómey þann 24. apríl næstkomandi og lofar góðu stuði. Í tilkynningu frá Hljómey kemur fram að mikil tilhlökkun sé fyrir hátíðinni og að Páll Óskar sé sannkölluð hittaramaskína […]
Myndir frá tröllagleði fimleikafélgsins

Í dag stóð Fimleikafélagið Rán fyrir skemmtilegri tröllagleði í íþróttahúsinu þar sem fjölmargir krakkar lögðu leið sína til að leika sér og fá útrás. Boðið var upp á þrautabrautir, badminton og opið var í trampólín gryfjuna. Iðkendur fimleikafélagssins sáu um að aðstoða og leiðbeina. Góð stemning var í húsinu og allir gátu fundið eitthvað við […]