Margrét Steinunn – Leikfélagið á stóran part í mínu lífi 

Leikfélagið lauk nýverið við uppsetningu á hinni glæsilegu sýningu Skilaboðaskjóðunni við góðar undirtektir Eyjamanna. Við heyrðum í  Margréti Steinunni, formanni leikfélagsins, og spurðum hana út í starfið, ástríðuna fyrir leiklist og það sem er framundan hjá leikfélaginu.    Fjölskylda?  Er gift Birki Helgasyni og saman eigum við tvo stráka, Hilmar Orra 7 ára og Jóhann Bjart 2ja ára. Svo má ekki gleyma fjórfætta syninum, hundinum okkar, Gimli.  Mottó?  Ef […]

Heimir Hallgríms – ÍBV lagði grunninn

Heimi Hallgrímsson þarf ekki  að kynna fyrir Eyjamönnum en hann er einn af okkar ástsælustu þjálfurum fyrr og síðar. Hann hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu þjóðarinnar og nú einnig sem þjálfari írska landsliðsins. Heimir tók við írska landsliðinu í júlí á síðasta ári eftir að hafa þjálfað landslið Jamaíka árin 2022-2024. Írska liðið hefur […]

Viljum skapa gleði og góðar minningar 

Hollvinasamtök Hraunbúða hafa frá árinu 2017 verið ómetanlegur bakhjarl heimilisins. Markmið félagsins er skýrt: að efla lífsgæði heimilisfólks, skapa gleði og brjóta upp hversdagsleikann. Halldóra Kristín Ágústsdóttir er formaður samtakanna.   „Við stofnuðum samtökin 16. febrúar árið 2017.  Upphafið var nú þannig að afi minn hafði komið inn á heimilið í hvíldarinnlögn, hann var ekki nógu ánægður og mér fannst herbergið […]

Í aðdraganda jóla – Auðbjörg Halla

Fjölskylda?   Gift Hallgrími Steinssyni, eigum þrjár dætur: Unni Birnu, Hrafnhildi og Önnu Steinunni, tvo tengdasyni: Guðmund og Egil, og eitt barnabarn, hana Aþenu Mey.  Hvernig leggjast jólin í þig?    Rosalega vel, við verðum öll í Eyjum um jólin en vanalega höfum við verið í Reykjavík á jólunum.   Fer mikill undirbúningur í jólin hjá þér?  Hingað til […]

Í aðdraganda jóla – Haraldur Pálsson

Fjölskylda?   Íris og ég ásamt Þórarni og Gísla sem eru 11 ára tvíburar og Rut sem er 3 ára.   Hvernig leggjast jólin í þig?  Jólin leggjast vel í mig, þau eru tími kærleika og friðar. Jólin minna mig á að kærleikurinn er stærri en allt annað. Hann er þolinmóður, hlýr og gleður hjarta manns. Á þessum tíma tel ég […]

Í aðdraganda jóla – Óskar Jósúason

Fjölskylda?  Giftur Guðbjörgu Guðmannsdóttur og saman eigum við þrjú börn. Kristínu Klöru, Jósúa Steinar og svo Nóel Gauta.  Hvernig leggjast jólin í þig?   Jólin leggjast alltaf vel í mig. Svei mér þá ef þau leggjast ekki alltaf betur og betur í mig. Maður hefur alltaf eitthvað meira til að vera þakklátur fyrir.   Fer mikill undirbúningur í jólin hjá þér?  Ekkert sérstaklega mikið. Held að það sé frekar hefðbundið. Það eru aðeins breyttir tímar í dag heldur en þegar ég var krakki.  Ertu með einhverja sérstaka hefð á jólunum?  Ég er með þær nokkrar. Ég vil alltaf horfa á Arthur Christmas (teiknimynd) í nóvember til að starta jólastemningunni með allri fjölskyldunni. Helst hafa það þannig að […]

Í aðdraganda jóla – Arna Þyrí

Í aðdraganda jóla heyrðum við í nokkrum íbúum Vestmannaeyja og fengum innsýn í hvernig þau undirbúa hátíðirnar, hvaða hefðir þau halda í og hvað gerir jólin svo sérstök. Allir voru sammála um að samveran með fólkinu sínu er það sem mestu máli skiptir yfir hátíðarnar.   Fjölskylda?  Unnusti minn er Hlynur Freyr Ómarsson. Dóttir okkar er 2 ára og heitir […]

Jól barnanna – Aron Ingi

Nafn? Aron Ingi Hilmarsson. Aldur? 10 ára. Fjölskylda? Mamma heitir Guðrún, pabbi Hilmar Ágúst og bróðir minn heitir Elvar Ágúst.   Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Vera með fjölskyldunni og opna pakkana.   Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf í ár? Það er svo mikið, mig langar svolítið í nýjan síma.   Hvað finnst þér gott að borða […]

Jól barnanna – Kamilla Dröfn

Nafn? Kamilla Dröfn Daðadóttir. Aldur? 12 ára Fjölskylda? Mamma er Thelma Hrund, pabbi Daði, systir mín heitir Kristel Kara og bróðir minn Rökkvi.   Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Vera með fjölskyldunni og opna pakkana og svona.   Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf í ár? Hund.  Hvað finnst þér gott að borða um jólin? Mér finnst gott að fá […]

Jól barnanna – Elvar Ágúst

Nafn? Elvar Ágúst Hilmarsson. Aldur? 5 ára. Fjölskylda? Mamma heitir Guðrún, pabbi Hilmar Ágúst og bróðir minn heitir Aron Ingi.   Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Pakkarnir.  Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf í ár? Segulkubba og bíl sem er sjálfstýrður.   Hvað finnst þér gott að borða um jólin? Hafragraut.  Áttu uppáhalds jólalag? Snjókorn falla.  Hvað finnst þér skemmtilegast […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.