Hárígræðslur í Tyrklandi

Hármissir hefur lengi verið viðkvæmt umræðuefni hjá mörgum karlmönnun og oft eitthvað sem menn forðast að ræða opinberlega. Undanfarin ár hefur hárígræðsla þó orðið mun aðgengilegri, ekki síst í Tyrklandi, þar sem Íslendingar hafa í auknum mæli leitað sér aðstoðar. Birkir Hlynsson er einn þeirra sem sjálfur hefur farið í hárígræðslu og hefur verið opinn með ferlið, miðlað reynslu sinni og […]
Áskorun til Vestmannaeyinga

Undirrituð hefur nú fylgst með í dágóðan tíma hve algengt það er að börn fái sleikjó í Herjólfi. Hefur henni verið sagt að þetta sé gert til þess að slá á ógleði hjá börnunum en einnig að þetta sé til þess að kaupa smá frið. Börnin séu jafnvel vel undir 2 ára sem stingur hvað mest tannlæknahjartað. Frá sjónarhorni tannlæknis […]
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey

Skipuleggjendur Hljómeyjar hafa tilkynnt þriðja listamanninn sem fram kemur á hátíðinni í ár og er það tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel. Í tilkynningunni kemur einnig fram að nú séu alls 14 listamenn staðfestir á hátíðina í ár og von sé á frekari tilkynningum á næstu dögum. Kristmundur hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil og vakti […]
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum

Gestum gefst aftur tækifæri til að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja þegar sérstök sýning á lifandi kvikmyndum verður haldin í Sagnheimum laugardaginn 31. janúar. Þetta er annar viðburður sinnar tegundar, en sambærileg sýning fór fram 10. janúar og vakti mikla athygli. Sýningin samanstendur af kvikmyndum sem teknar voru á árunum 1924 til 1970, með megináherslu […]
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV

Nítján nemendur útskrifuðust úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum þann 19. desember síðastliðinn. Nemendur luku námi af sex mismunandi brautum og var útskriftinni fagnað með hátíðlegri athöfn í skólanum. Á önninni stunduðu yfir 270 nemendur nám í ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum. Meðal útskriftarnema var Jason Stefánsson, sem lauk jafnframt grunnnámi í málm- og véltæknigreinum ásamt námi […]
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan

Fimleikafélagið Rán á árangursríkt ár að baki og framundan eru spennandi verkefni á nýju ári. Í ágúst síðastliðnum fóru iðkendur í æfingabúðir til Svíþjóðar þar sem lögð var áhersla á tæknilega þróun og hópastarf. Í nóvember tók einn hópur þátt í móti og náði þar 2. sæti. Keppnistímabilið heldur áfram í febrúar næstkomandi þegar tveir […]
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna

Samkvæmt veðurspám er útlit fyrir áframhaldandi hvassviðri í Vestmannaeyjum út vikuna. Gert er ráð fyrir talsverðum vindi flesta daga, með rigningu eða skúrum á köflum. Vindur verður að mestu í austlægum áttum og má búast við hvössum hviðum. Hitastig verður svipað og undanfarið. Ölduspá er á bilinu 3–4 metrar út vikuna, en gert er ráð […]
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda

Skúli Bragi Geirdal og Haukur Brynjarsson frá Netvís verða með fræðsluerindi um netöryggi fyrir foreldra og forráðamenn barna í 1.–10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt foreldra framhaldskólanemenda. Fræðslan sem átti upphaflega að fara fram í desember sl. var frestað og fer því fram í dag, 22. janúar kl. 17.30 í sal Framhaldsskólans Á erindinu verður fjallað […]
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd

Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að framlengja áskriftarkort í sundlauginni um þrjá mánuði vegna tafa á framkvæmdum við innilaugina. Framkvæmdir hafa tekið lengri tíma en áætlað var og hefur því verið ákveðið að koma til móts þá sem eiga árskort í sundlaugina. Framlengingin fer sjálfkrafa fram og þurfa korthafar því ekki að aðhafast neitt. Lengri gildistími ætti […]
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár

Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson er annar þeirra tónlistamanna sem búið er að tilkynna að komi fram á Hljómey í ár. Sigurður er þekktur fyrir hlýjan hljóm, sterka texta og lög sem hafa fest sig rækilega í sessi hjá hlustendum víða um land. Sigurður er meðlimur hljómsveitanna Hjálmars, Baggalúts og GÓSS og hefur að auki gefið út […]