Gamlársganga/hlaup 2025

Hin árlega Gamlársganga verður farin á morgun, gamlársdag. Gengið er til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum og verður farið af stað frá Höfðabóli klukkan 11:00. Tvær leiðir eru í boði:  Leið 1 liggur frá Höfðabóli, um Höfðaveg, Illugagötu, Hlíðarveg, Strandveg og endar á Tanganum.Leið 2 liggur frá Höfðabóli, um Hamarinn, Hlíðarveg, Strandveg og endar einnig á […]

Áminning frá lögreglu um notkun flugelda

Áramótin nálgast nú óðfluga og notkun flugelda eykst samhliða. Lögreglan í Vestmannaeyjum sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem minnt er á þær reglur sem gilda um notkun flugelda. En almenn notkun flugelda er heimil á tímabilinu frá 28. desember til 6. janúar. Á því tímabili er þó óheimilt að skjóta flugeldum á milli […]

Þrengt að Þjóðkirkjunni – stanslaus barátta um fjármuni

„Ég tók við árið 2019 þegar þáverandi formaður, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka þetta að mér, að verða formaður sóknarnefndar Landakirkju. Sjálf hafði ég aldrei komið að starfi kirkjunnar þó ég hafi mína trú eins og margir. Fannst  ég ekki besti kosturinn varðandi kirkjulegt starf en þetta er stanslaus barátta um fjármuni. Ríkið borgar trúfélagi með hverju […]

Flugeldabingó í kvöld

Handknattleiksdeild ÍBV stendur fyrir flugeldabingói í kvöld, mánudaginn 29. desember, í Höllinni. Húsið opnar 18:45 og hefst bingóið 19:30. Að vanda verða glæsilegir flugelda vinningar í boði, en viðburðurinn liður í fjáröflun fyrir starfsemi handknattleiksdeildarinnar. Flugeldabingóið hefur á undanförnum árum verið vel sótt og er orðinn fastur liður í undirbúningi fyrir áramótin. (meira…)

Margrét Steinunn – Leikfélagið á stóran part í mínu lífi 

Leikfélagið lauk nýverið við uppsetningu á hinni glæsilegu sýningu Skilaboðaskjóðunni við góðar undirtektir Eyjamanna. Við heyrðum í  Margréti Steinunni, formanni leikfélagsins, og spurðum hana út í starfið, ástríðuna fyrir leiklist og það sem er framundan hjá leikfélaginu.    Fjölskylda?  Er gift Birki Helgasyni og saman eigum við tvo stráka, Hilmar Orra 7 ára og Jóhann Bjart 2ja ára. Svo má ekki gleyma fjórfætta syninum, hundinum okkar, Gimli.  Mottó?  Ef […]

Heimir Hallgríms – ÍBV lagði grunninn

Heimi Hallgrímsson þarf ekki  að kynna fyrir Eyjamönnum en hann er einn af okkar ástsælustu þjálfurum fyrr og síðar. Hann hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu þjóðarinnar og nú einnig sem þjálfari írska landsliðsins. Heimir tók við írska landsliðinu í júlí á síðasta ári eftir að hafa þjálfað landslið Jamaíka árin 2022-2024. Írska liðið hefur […]

Viljum skapa gleði og góðar minningar 

Hollvinasamtök Hraunbúða hafa frá árinu 2017 verið ómetanlegur bakhjarl heimilisins. Markmið félagsins er skýrt: að efla lífsgæði heimilisfólks, skapa gleði og brjóta upp hversdagsleikann. Halldóra Kristín Ágústsdóttir er formaður samtakanna.   „Við stofnuðum samtökin 16. febrúar árið 2017.  Upphafið var nú þannig að afi minn hafði komið inn á heimilið í hvíldarinnlögn, hann var ekki nógu ánægður og mér fannst herbergið […]

Í aðdraganda jóla – Auðbjörg Halla

Fjölskylda?   Gift Hallgrími Steinssyni, eigum þrjár dætur: Unni Birnu, Hrafnhildi og Önnu Steinunni, tvo tengdasyni: Guðmund og Egil, og eitt barnabarn, hana Aþenu Mey.  Hvernig leggjast jólin í þig?    Rosalega vel, við verðum öll í Eyjum um jólin en vanalega höfum við verið í Reykjavík á jólunum.   Fer mikill undirbúningur í jólin hjá þér?  Hingað til […]

Í aðdraganda jóla – Haraldur Pálsson

Fjölskylda?   Íris og ég ásamt Þórarni og Gísla sem eru 11 ára tvíburar og Rut sem er 3 ára.   Hvernig leggjast jólin í þig?  Jólin leggjast vel í mig, þau eru tími kærleika og friðar. Jólin minna mig á að kærleikurinn er stærri en allt annað. Hann er þolinmóður, hlýr og gleður hjarta manns. Á þessum tíma tel ég […]

Í aðdraganda jóla – Óskar Jósúason

Fjölskylda?  Giftur Guðbjörgu Guðmannsdóttur og saman eigum við þrjú börn. Kristínu Klöru, Jósúa Steinar og svo Nóel Gauta.  Hvernig leggjast jólin í þig?   Jólin leggjast alltaf vel í mig. Svei mér þá ef þau leggjast ekki alltaf betur og betur í mig. Maður hefur alltaf eitthvað meira til að vera þakklátur fyrir.   Fer mikill undirbúningur í jólin hjá þér?  Ekkert sérstaklega mikið. Held að það sé frekar hefðbundið. Það eru aðeins breyttir tímar í dag heldur en þegar ég var krakki.  Ertu með einhverja sérstaka hefð á jólunum?  Ég er með þær nokkrar. Ég vil alltaf horfa á Arthur Christmas (teiknimynd) í nóvember til að starta jólastemningunni með allri fjölskyldunni. Helst hafa það þannig að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.