Karlar hvattir til að sýna handverk

Í tilefni af bóndadags og upphafi Þorra verður haldinn handverksdagur karla í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. janúar. Markmiðið með deginum er að heiðra og varpa ljósi á fjölbreytt handverk karla í bænum. Leitað er eftir þátttakendum sem vilja sýna handverk sitt og jafnframt hafa tækifæri til að selja afurðir sínar á staðnum. Þeir sem […]

Staðan á framkvæmdum í sundlauginni

Í sundlaug Vestmannaeyja standa nú yfir umfangsmiklar framkvæmdir þar sem verið er að endurnýja búnað sem hefur verið í notkun frá upphafi. Markmið framkvæmdanna er að bæta vatnsgæði og auka öryggi gesta. Í því samhengi er verið að setja upp fimm nýjar sandsíur sem munu gegna lykilhlutverki í hreinsun sundlaugarvatnsins. Pípulagningarmenn vinna þessa dagana að […]

Páll Óskar kemur fram á Hljómey 2026

Skipuleggjendur Hljómeyjar tilkynntu í gær fyrsta listamann hátíðarinnar 2026 og er það enginn annar en poppstjarna Íslands, Páll Óskar Hjálmtýsson. Páll Óskar mun stíga á svið á Hljómey þann 24. apríl næstkomandi og lofar góðu stuði. Í tilkynningu frá Hljómey kemur fram að mikil tilhlökkun sé fyrir hátíðinni og að Páll Óskar sé sannkölluð hittaramaskína […]

Myndir frá tröllagleði fimleikafélgsins

Í dag stóð Fimleikafélagið Rán fyrir skemmtilegri tröllagleði í íþróttahúsinu þar sem fjölmargir krakkar lögðu leið sína til að leika sér og fá útrás. Boðið var upp á þrautabrautir, badminton og opið var í trampólín gryfjuna. Iðkendur fimleikafélagssins sáu um að aðstoða og leiðbeina. Góð stemning var í húsinu og allir gátu fundið eitthvað við […]

Pétur Jóhann stígur á svið í kvöld

Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon mun stíga á svið í kvöld í Höllinni og skemmta Eyjafólki. Í viðburðinum frá Tix.is segir að áhorfendum verði boðið upp á rugl, hlátur og óþægilega fyndnar og skemmtilegar sögur úr daglegu lífi. Ekki er útilokað að vinsælir karakterar sem margir kannist við munu láta sjá sig. Sýningin fer fram kl […]

Jóhannes Ólafsson: ÍBV bjargaði sjálfstrausti Eyjamanna á erfiðum tímum

ÍBV bjargaði sjálfstrausti Eyjamanna á erfiðum tímum Jóhannes Ólafsson er fæddur 24. maí 1958, á sjúkrahúsinu í Eyjum og foreldrar hans voru Ólafur Björgvin Jóhannesson og Hjördís Antonsdóttir. Bróðir hans var Bjarni f. 1954, d. 2002. Ólafur var Eyrbekkingur  eins og Hörður á Andvara sem fékk hann á sjó til Eyja. Var hann lengst af […]

Fimleikafélagið Rán hlýtur samfélagsstyrk Krónunnar

Fimleikafélagið Rán í Vestmannaeyjum er meðal þeirra verkefna sem hlutu samfélagsstyrk frá Krónunni fyrir árið 2025. Krónan hefur um árabil veitt samfélagsstyrki til verkefna í nærsamfélagi verslana sinna og líkt og fyrri ár eru langflestir styrkhafar staðsettir á landsbyggðinni. Áhersla styrkjanna er á verkefni sem stuðla að aukinni umhverfisvitund eða lýðheilsu, einkum með ungu kynslóðin […]

Dagskrá þrettándagleðinnar

Hin árlega Þrettándagleði ÍBV verður haldin með hefðbundnu sniði á morgun, föstudaginn 9. janúar. Spáð er blíðskaparveðri, köldu en rólegu. Áframhaldandi dagskrá tengt þrettándanum mun einnig standa yfir helgina. Föstudagur  14:00: Grímuball Eyverja verður á sínum stað í Höllinni þar sem jólasveinar mæta og veitt verða verðlaun fyrir búninga. 19:00: Formleg dagskrá þrettándans hefst við […]

Slökkviliðið varar við notkun neyðarsóla á þrettándanum 

Slökkvilið Vestmannaeyja sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem íbúar eru hvattir til að sýna sérstaka varúð við flugeldanotkun á þrettándanum, þar sem mikil hætta er á sinubruna vegna veðurskilyrða. Sérstaklega er varað við notkun neyðarsóla. Áramótin reyndust annasöm hjá slökkviliði Vestmannaeyja og kollegum þeirra víða um land vegna fjölda útkalla tengdum sinubrunum. Samkvæmt […]

Skyggnst inn í líf Eyjamanna á síðustu öld

Laugardaginn 10. janúar verður boðið upp á sérstaka sýningu í Sagnheimum þar sem gestir fá að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja í gegnum lifandi kvikmyndir frá síðustu öld. Um er að ræða sýningarröð með myndefni sem tekið var á árunum 1924 til 1970, með megináherslu á tímabilið 1950 til 1970. Sýningin hefst kl 11:00. Myndefnið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.