Stefna eins langt og hægt er

Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson eru íþróttamenn mánaðarins að þessu sinni en þeir fóru á dögunum með U-19 ára landsliði Íslands á HM í handbolta. Mótið fór fram 6. til 17. ágúst í Kaíró, Egyptalandi. Íslenska liðið endaði í 6. sæti á mótinu en þeir töpuðu í lokaleik sínum fyrir Ungverjum. Andri og Elís […]

Þögn kom sá og sigraði í Allra veðra von 2025

Hljómsveitin Þögn kom sá og sigraði í hinni árlegu hljómsveitarkeppni Allra veðra von sem fór fram í Höllinni um helgina. Sex rokkbönd tóku þátt og var það hljómsveitin Þögn sem bar sigur í bítum í ár. Hljómsveitin er skipuð af sex eyjastúlkum og þær hafa áður unnið til verðlauna í hinum ýmsu keppnum. Sérstakir gestir […]

Lilja Dögg – Ljóst að ekki þýðir að standa kyrr

„Þegar ég kem inn sem menntamálaráðherra er ljóst að íslenska menntakerfið var í vanda. Við könnuðum stöðuna og sáum mjög margar áskoranir. Ein var lestur og ég vildi skoða þetta með fólki sem hafði áhuga á að bæta stöðuna. Finna leiðir til að við hefðum eitthvað til að bera okkur saman við. Þegar Íris bæjarstjóri […]

Kjarninn í ,,Kveikjum neistann“ eru engin geimvísindi

„Ég hef verið svo heppinn að fá að fylgjast með verkefninu ,,Kveikjum neistann“ í Vestmannaeyjum. Þar hefur allt samfélagið tekið höndum saman og sett grunnskólann í forgang, það mættu fleiri sveitarfélög taka sér til fyrirmyndar. Það er líka áhugavert að sjá hve vel pólítíkin hefur stutt verkefnið og Íris bæjarstjóri verið öflugur stuðningsmaður enda grunnskólakennari […]

Afar mikilvægt að öll börn nái góðri lestrarfærni

„Mín framtíðarsýn er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu möguleika til þess að lifa og starfa í síbreytilegum heimi og jafnaldrar í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til að svo megi verða þarf að veita nemendum á Íslandi tækifæri til menntunar í menntakerfi sem stenst samanburð við það sem best gerist […]

Skólastjórar GRV – Kveikjum neistann verkefni sem virkar

Fyrir fimm árum kynnti Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík fyrir okkur þessa hugmynd, Kveikjum neistann sem hann hafði þróað í sínum störfum og rannsóknum. Okkur leist mjög vel á umgjörðina, mér ekki síst því hún byggir á mjög sterkum og traustum vísindum. Eitthvað sem að mínu […]

Kveikjum neistann – ákváðum að stíga fyrstu skrefin hér

„Upphafið er að Hermundur óskar eftir samtali við okkur í Eyjum um verkefnið Kveikjum neistann , hann hafði rætt við nokkur sveitarfélög sem ekki voru tilbúin að fara í verkefnið. Ég ræddi við skólastjórana okkar Önnu Rós og Einar sem voru strax mjög hrifin og boltinn fer að rúlla. Þegar á gera breytingar á menntakerfinu […]

Kvennakórinn með opna æfingu

Næstkomandi mánudag, 15. september, býður Kvennakórinn konum til að mæta á opna æfingu og prófa að syngja með kórnum. Æfingin verður opin fyrir allar konur, óháð reynslu eða sönghæfileikum, og því frábært tækifæri til að kynnast kórnum og starfinu. Æfingin mun fara fram mánudaginn 15. september kl 19 og í beinu framhaldi af því verða […]

Vestmannaeyjahlaupið fór fram með pompi og prakt

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í gær í fimmtánda sinn og tóku alls 128 hlauparar þátt. Veðrið var gott og stemningin létt, og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir ungir hlauparar tóku þátt og sýndu glæsilegan árangur. Í 5 km hlaupinu bar Eva Skarpaas sigur úr býtum í kvennaflokki á tímanum 23:18. Eva átti einmitt frumkvæðið […]

Kia EV3 bíll ársins 2025 hjá World Car Awards

Hinn alrafmagnaði Kia EV3 var frumsýndur á Íslandi í ársbyrjun 2025. Það er óhætt að segja að síðan þá hafi Kia EV3 slegið í gegn hér á landi en hann er sem stendur næstmestseldi bíllinn í almennri notkun á Íslandi 2025. Kia EV3 hefur sópað að sér verðlaunum á heimsvísu og var t.a.m. valinn bíll […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.