Ystiklettur og Urðirnar töfra mig sem listamann

Urðirnar eru ekki árennilegar þegar suðaustanáttin hvín og rífur upp sjóinn á Víkinni svo Ystiklettur hverfur í særokinu. En eins og alltaf þá skellur hann aftur á með blíðu og Kletturinn blasti við af Urðarvegi 39, þar sem Rósanna Ingólfsdóttir Welding  bjó á æskuheimili sínu. Ystiklettur var fjallið hennar og Klettshellirinn þar sem fyrsta gítargripið hljómaði, blasti […]

Í þremur liðum á einu ári 

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon gekk nýverið til liðs við Hearts í skosku úrvalsdeildinni. Tómas, sem er 23 ára gamall er uppalinn hjá ÍBV, lék með félaginu við góðan orðstír og var lykilmaður áður en hann samdi við Val eftir síðasta tímabil. Hann á að baki 81 leik og 8 mörk í tveimur efstu deildunum hér […]

Íþróttamaður mánaðarins: Hermann Þór

Íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni er Hermann Þór Ragnarsson. Hermann Þór er leikmaður meistaraflokks ÍBV í fótbolta. Hann er uppalinn hjá Sindra á Hornafirði en hefur spilað með ÍBV undanfarin þrjú ár. Það má segja að á þessu tímabili hafi Hermann sprungið út og er að eiga sitt allra besta tímabil með ÍBV. Hermann hefur […]

Bjóða upp á blóðsykurmælingar

Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Heilsugæslan bjóða upp á fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum fimmtudaginn 13. nóvember milli klukkan 13:00 og 15:00. Markmiðið með viðburðinum er að hvetja fólk til að fylgjast með heilsu sinni og auka vitund um mikilvægi þess að hafa blóðsykur í jafnvægi. Lionsklúbburinn er ein stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917. […]

Vélfang – Umboð fyrir JCB og fleiri öflug meri 

Vélfang ehf. hefur verið umboðsmaður JCB á Íslandi frá 2009 og býður í dag fjölbreyttara úrval vinnuvéla en nokkru sinni. JCB framleiðir yfir 300 tegundir vinnuvéla, allt frá minnstu minigröfum til öflugustu dráttarvéla. Það sem sameinar vélarnar er áherslan á tækninýjungar, sparneytni og þægindi fyrir notandann.  „Vestmanneyingar hafa frá byrjun verið meðal okkar bestu viðskiptavina […]

11.11 tilboðsdagurinn er í dag

Dagur einhleypra eða ,,singles day“ er í dag 11. nóvember. Dagurinn hefur á síðustu árum orðinn aftar vinsæll og er orðinn einn stærsti netverslunardagur ársins á heimsvísu. Dagurinn á uppruna sinn í Kína þar sem hann byrjaði sem skemmtilegur dagur fyrir einhleypa, en hefur á síðustu árum breyst í stóran afsláttardag hjá mörgum verslunum víða […]

Tveggja áratuga reynsla og jarðbundin hugsun  

Brinks hefur verið fastur punktur í jarðvegsvinnu í Vestmannaeyjum í nær tvo áratugi. Við ræddum við Símon Þór Eðvarðsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um upphafið, áskoranirnar og framtíðina – og hvað það er sem heldur honum við efnið dag eftir dag.  Frá einni gröfu í innkeyrslunni að öflugum rekstri  „Ég fékk mjög ungur bakteríuna fyrir þessum bransa,“ […]

Litla skvísubúðin 15 ára

Litla skvísubúðin fagnar nú 15 ára afmæli og blés til veislu á dögunum til að fagna þeim áfanga. Verslunin opnaði í nóvember 2010, þegar Sigrún eigandi verslunarinnar ákvað að prófa sig áfram með litla búð í kjallaranum heima. Aðspurð hvernig hugmyndin hafi kviknað segir hún það hafa verið í flugvél á leiðinni til New York. […]

Árshátíð Ísfélagsins – myndasyrpa

Árshátíð Ísfélagsins fór fram í Höllinni í gær og tókst einstaklega vel til. Veisustjórar kvöldsins voru þær Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, stjórnendur hlaðvarpsins Komið gott. Boðið var upp á veitingar frá Einsa Kalda og að borðhaldi loknu spiluðu Dr. Eydís og Erna Hrönn og héldu stemningunni gangandi fram á nótt. Ísfélagið bauð bæjarbúum á […]

Barbora Gorová – Frá Tékklandi til Vestmannaeyja  

Barbora Gorová flutti til Vestmannaeyja árið 2017 ásamt eiginmanni sínum, Eyjamanninum Gísla Matthíasi Sigmarssyni. Þau kynntust á ferðalagi sínu um Kúbu og urðu fljótlega par. Eftir að hafa búið saman erlendis um tíma ákváðu þau að setjast að í Eyjum. Barbora er lyfjafræðingur að mennt og hefur hún vakið athygli fyrir fagmennsku sína og þjónustulund […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.