Foreldrar hvattir til að yfirfara samfélagsmiðla barna sinna

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara vandlega yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. Tilefnið er mál sem hefur komið upp í Eyjum sem tengist svokölluðum 764 ofbeldishópi. Umræddir hópar geta borið mismunandi nöfn, en eiga það sameiginlegt að nota börn í annarlegum tilgangi. Samskiptin fara fram í gegnum samfélagsmiðla og leiki sem […]
Elmar setti deildarmet

Elmar Erlingsson átti stórleik í þýsku 2. deildinni á laugardag þegar Nordhorn-Lingen lagði HSC 2000 Coburg að velli, 30:26. Elmar lagði upp tíu mörk í leiknum og er það met á yfirstandandi tímabili, enginn hefur sett fleiri stoðsendingar í einum leik í deildinni í vetur. Auk þess að stýra miklu í sóknarleiknum skoraði Elmar sjálfur […]
Flugsamgöngur hefjast á ný milli lands og Eyja

Samkvæmt upplýsingum frá Norlandair mun flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefjast á ný í desember. Áætlunin gerir ráð fyrir einni ferð á föstudögum, sunnudögum og mánudögum og tveim á fimmtudögum. Áætlunin tekur gildir frá 1. desember 2025 og stendur til 28. febrúar 2026. Með þessu verður íbúum og ferðalöngum boðið upp á bættar samgöngur milli […]
Fórnalamba umferðaslysa minnst í dag

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag, 16. nóvember, um allt land og víðsvegar um heiminn. Á þessum degi er sjónum jafnan beint að ákveðnum áhættuþáttum sem valda banaslysum. Í ár var megináherslan á notkun öryggisbelta, sem teljast einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða. Minnigarmessa var haldin í Landakirkju í dag í tilefni dagsins og mætti […]
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 16. nóvember um allt land og víðsvegar um heiminn. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessum degi, sem fest hefur sig í sessi víða um heim sem mikilvægur minningardagur og áminning. Dagurinn er jafnframt hugsaður til að hvetja fólk til að líta inn á […]
Ystiklettur og Urðirnar töfra mig sem listamann

Urðirnar eru ekki árennilegar þegar suðaustanáttin hvín og rífur upp sjóinn á Víkinni svo Ystiklettur hverfur í særokinu. En eins og alltaf þá skellur hann aftur á með blíðu og Kletturinn blasti við af Urðarvegi 39, þar sem Rósanna Ingólfsdóttir Welding bjó á æskuheimili sínu. Ystiklettur var fjallið hennar og Klettshellirinn þar sem fyrsta gítargripið hljómaði, blasti […]
Í þremur liðum á einu ári

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon gekk nýverið til liðs við Hearts í skosku úrvalsdeildinni. Tómas, sem er 23 ára gamall er uppalinn hjá ÍBV, lék með félaginu við góðan orðstír og var lykilmaður áður en hann samdi við Val eftir síðasta tímabil. Hann á að baki 81 leik og 8 mörk í tveimur efstu deildunum hér […]
Íþróttamaður mánaðarins: Hermann Þór

Íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni er Hermann Þór Ragnarsson. Hermann Þór er leikmaður meistaraflokks ÍBV í fótbolta. Hann er uppalinn hjá Sindra á Hornafirði en hefur spilað með ÍBV undanfarin þrjú ár. Það má segja að á þessu tímabili hafi Hermann sprungið út og er að eiga sitt allra besta tímabil með ÍBV. Hermann hefur […]
Bjóða upp á blóðsykurmælingar

Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Heilsugæslan bjóða upp á fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum fimmtudaginn 13. nóvember milli klukkan 13:00 og 15:00. Markmiðið með viðburðinum er að hvetja fólk til að fylgjast með heilsu sinni og auka vitund um mikilvægi þess að hafa blóðsykur í jafnvægi. Lionsklúbburinn er ein stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917. […]
Vélfang – Umboð fyrir JCB og fleiri öflug meri

Vélfang ehf. hefur verið umboðsmaður JCB á Íslandi frá 2009 og býður í dag fjölbreyttara úrval vinnuvéla en nokkru sinni. JCB framleiðir yfir 300 tegundir vinnuvéla, allt frá minnstu minigröfum til öflugustu dráttarvéla. Það sem sameinar vélarnar er áherslan á tækninýjungar, sparneytni og þægindi fyrir notandann. „Vestmanneyingar hafa frá byrjun verið meðal okkar bestu viðskiptavina […]