Barbora Gorová – Frá Tékklandi til Vestmannaeyja  

Barbora Gorová flutti til Vestmannaeyja árið 2017 ásamt eiginmanni sínum, Eyjamanninum Gísla Matthíasi Sigmarssyni. Þau kynntust á ferðalagi sínu um Kúbu og urðu fljótlega par. Eftir að hafa búið saman erlendis um tíma ákváðu þau að setjast að í Eyjum. Barbora er lyfjafræðingur að mennt og hefur hún vakið athygli fyrir fagmennsku sína og þjónustulund […]

Kósí stemning í miðbænum í gær

Notaleg stemning var í miðbænum í gærkvöldi þegar þrjár verslanir, Póley, Sjampó og Litla skvísubúðin, buðu viðskiptavinum í kvöldopnun. Boðið var upp á ýmis tilboð og kynningar ásamt léttum veitingum. Litla skvísubúðin fagnaði 15 ára afmæli sínu og var með flotta tískusýningu sem vakti mikla athygli. Sjampó var með kynningu á Sebastian hárvörum og var […]

Jólaþorp Vöruhússins opnar á ný á aðventunni

Vöruhúsið mun á ný opna jólaþorp sitt í aðdraganda jóla líkt og í desember í fyrra. Um er að ræða samfélagsverkefni Vöruhússins þar sem félagssamtökum/fyrirtækjum gefst kostur á að selja varning tengdan jólum. Framtakið heppnaðist afar vel í fyrra og var Jólaþorpið vel sótt af börnum sem fullorðnum sem mættu og áttu notalega jólastund í […]

HS Vélaverk ehf. fagnar tíu ára afmæli

HS Vélaverk ehf. vélaverktakar er í eigu Hafþórs Snorrasonar og Hermanns Sigurgeirssonar. Fyrirtækið fagnaði tíu ára afmæli þann fyrsta október sl.. Umfangið hefur aukist á þessum tíu árum og hefur verið nóg að gera. Starfsmenn eru sjö og  hafa þeir yfir að ráða 21 tæki af öllum stærðum. Þeir hafa komið að nokkrum stærstu verkefnum í Vestmannaeyjum […]

Una og Sara – söngurinn tengdi þær saman

Söngkonurnar Una og Sara ættu að vera eyjafólki vel kunnugar en þær stöllur hafa nú sungið saman í nær tíu ár og heillað áhorfendur með samhljómi sínum og faglegri framkomu. Samstarf þeirra þróaðist út frá sameiginlegum áhuga þeirra á tónlist sem hefur vaxið og dafnað síðastliðin ár. Una og Sara veittu Eyjafréttum viðtal þar sem […]

LAXEY nær stórum áfanga – fyrstu slátrun lokið

Fyrsta slátrun hjá Laxey var í gær og var gert að laxinum í vinnsluhúsi félagsins í Viðlagafjöru. Eru þetta stór tímamót hjá Laxey sem tók á móti fyrstu hrognunum í nóvember 2023. Ári seinna, í nóvember 2024 var fyrsti laxinn fluttur í áframeldið í Viðlagafjöru. Nú, réttu ári seinna er fyrsta laxinum slátrað. Laxey Vinnsluhús […]

Kósíkvöld, afslættir og jólabjór í miðbænum

Það verður líf og fjör í bænum á fimmtudag og föstudag nk. Á fimmtudagskvöldið verður kósý kvöld í Póley þar sem boðið verður upp á kynningu á Vera design ásamt tilboðum, happdrætti og léttum veitingum. Sama kvöld fagnar Skvísubúðin 15 ára afmæli sínu og verður einnig boðið upp á afslætti og afmælisgleði í tilefni dagsins. […]

Óli Gränz kynnir nýja bók í Eldheimum- uppfært

Metnaðarfullri dagskrá safnahelgar er svo sannarlega ekki lokið. Fram undan er stórskemmtilegt kvöld þar sem Óli Gränz sem vart þarf að kynna mætir með nýja bók um sitt viðburðarríka lífshlaup. Óli Gränz fæddist í Vestmannaeyjum 1941 og átti heima í Jómsborg, á Kirkjuvegi 88 og Breiðabliki. Hann var til sjós á yngri árum og var […]

Natali Oson flúði Úkraínustríðið og flutti til Vestmanneyja 

Natali Oson er 38 ára gömul kona frá Úkraínu sem, ásamt eiginmanni sínum, Slava Mart, flutti til Vestmannaeyja árið 2020. Ástæðan fyrir flutningunum var stríðið í heimalandinu, sem gerði þeim ómögulegt að halda áfram venjulegu lífi þar. Þau stóðu frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að yfirgefa heimili sitt, vini og fjölskyldu til að hefja nýtt […]

Ragna Árnadóttir forstjóri Landsnets

Ragna Árnadóttir tók við stöðu forstjóra í sumar en hún kom til Landsnets frá Alþingi þar sem hún hafði starfað sem skrifstofustjóri undanfarin sex ár. Áður hafði hún starfað sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og þekkir hún því vel til orkumála. Í sumar lagði Landsnet tvo nýja háspennustrengi til Vestmannaeyja og í kjölfar þess kom Ragna, nýtekin […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.