Segir íbúakosningu þýða að hætt verði við verkið

Bæjarstjórn Vestmannaeyja vísaði málinu um listaverk í tilefni 50 ára gosloka til bæjarráðs í kjölfar tillögu sem kom fram frá fulltrúum D lista þess efnis að málið færi í íbúakosningu að lokinni ítarlegri kynningu á þeim hluta listaverksins sem snýr að inngripi í náttúruna, m.a. göngustígagerð í Eldfelli. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að Páll […]
Vegagerðin með morgunfund í beinni

Á morgunfundi Vegagerðarinnar verður fjallað um hafnadeild Vegagerðarinnar og rannsóknir tengdar höfnum, sjóvörnum og sjólagi, auk þess sem sérstakt erindi verður um Landeyjahöfn. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 og í beinu streymi, sem sjá má hér að neðan. Starfsemi Vegagerðarinnar er fjölbreyttari en margir myndu halda. Innan Vegagerðarinnar er starfrækt hafnadeild sem […]
Einvígi ÍBV og Hauka hefst í kvöld

Úrslitakeppni Olísdeildar karla hófst í gærkvöldi, þegar Valsmenn völtuðu yfir Fram, 41-23. Í hinum leiknum marði Afturelding lið Stjörnunnar, lokatölur 29-28. Í kvöld verða tveir leikir. Í fyrri leik kvöldsins mætast FH og KA. Í seinni leiknum tekur ÍBV á móti Haukum, en þessi lið enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Það má því […]
Ófært til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar og vinds. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag verður gefin út tilkynning kl. 14:00. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa […]
Matey lofuð í Time Out

Matarhátíðin Matey fær mikið lof í breska vefritinu Time Out í dag. Þar gerir blaðamaðurinn Ella Doyle upp heimsókn sína til Vestmannaeyja síðasta haust. „Þegar maður hugsar um Ísland hugsar maður um hveri, fossa, svartar sandstrendur og norðurljós. Og þegar maður hugsar um mat á Íslandi þá hugsar maður um Reykjavík. Hvers vegna myndirðu ekki? […]
Eldsvoðar af mannavöldum

Undanfarna daga hefur Slökkvilið Vestmannaeyja fengið nokkrar tilkynningar um eld í sinu. Í facebookfærslu slökkviliðsstjóra segir að í hádeginu á föstudaginn hafi kviknað í sinu á túninu við Höllina þar sem líklega var um að ræða slys vegna sígarettu sem hent hefur verið út um bílglugga. Seint á laugardagskvöldið var svo eldur laus í sinu […]
Frátafir vegna ölduhæðar og dýpis – uppfært

Ferð kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn falla niður vegna ölduhæðar og dýpis í Landeyjahöfn. Hvað varðar siglingar kl. 14:30/15:45 verður gefin út tilkynning fyrir kl. 14:00 í dag, segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Farþegar sem eiga bókað í þessar ferðir koma til með að fá símtal frá skrifstofu Herjólfs til þess […]
Íbúafundur í dag

Í dag verður haldinn íbúafundur um málefni Herjólfs. Það er Herjólfur ohf. sem boðar fundinn sem verður í Akóges og hefst hann klukkan 17.30. Dagskrá fundarins er a þessa leið: Fundur opnaður: Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. Erindi: Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Pallborð: Umræður og fyrirspurnir. Jóhann Pétursson stýrir fundinum. (meira…)
Þingmenn svara Eyjar.net

Eyjar.net sendi í síðustu viku spurningu til allra 10 þingmanna Suðurkjördæmis vegna synjunar HS Veitna um beiðni Eyjar.net á gögnum til rökstuðnings fyrirtækisins á hækkunum gjaldskrár á heimili í Eyjum. Þrír þingmenn hafa svarað fyrirspurninni sem hljóðar svo: „Samkvæmt orkulögum er veitustarfsemi takmörk sett þegar kemur að gjaldskrá þess. Veitan getur tekið sér 7% arð […]
Segir jákvæð teikn á lofti

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með forstjóra og stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í síðasta mánuði. Farið var yfir stöðuna eftir þær breytingar sem grípa átti til í framhaldi af fundi bæjarstjórnar með heilbrigðiráðherra og forstjóra HSU fyrr á árinu. Ekki er komin mikil reynsla á þær en það eru þó jákvæð teikn á lofti samkvæmt því sem kom […]