Sektaður fyrir ferð í Surtsey

Maður, sem kærður var til lögreglu fyrir að fara til Surtseyjar á kajak í ágúst í fyrra, hefur fallist á að ljúka málinu með sektargerð. Greint er frá þessu á fréttavef Morgunblaðsins. Þar er haft eftir Karli Gauta Hjaltasyni, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum að Surtseyjarfaranum hafi verið boðið að ljúka málinu með sektargerð sem hann féllst […]
Háhá og Eggjarnar

Í dag bíður Halldór B. Halldórsson okkur í ferðalag um Háhá og Eggjarnar. Þarna gefur m.a. að líta framkvæmdirnar hjá Páli Scheving og hans fólki sem eru að ganga frá göngustígunum. Á vefnum Heimaslóð segir um Háhá, eða Há-há, að það sé klettur sem stendur vestast á því fjalli sem kallað er Háin.„Há“ er þó […]
Enginn Eyjaklerkur meðal þriggja efstu

Tilnefningum til embættis biskups lauk á hádegi í dag. Tveir fyrrum sóknarprestar í Eyjum buðu sig fram í tilnefningarferlinu. Það voru þeir Kristján Björnsson og Bjarni Karlsson. Hvorugur þeirra náði nægjanlega mörgum atkvæðum til næstu umferðar en kosið verður milli þriggja efstu í næsta mánuði. Það voru þau Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og […]
Forsetinn þreytti Guðlaugssund

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson þreytti Guðlaugssund í Laugardalslauginni í dag. Guðni skrifar af þessu tilefni stuttan pistil um afrek Guðlaugs Friðþórssonar og hið hörmulega sjóslys þegar báturinn Hellisey VE 503 sökk árið 1984. Gefum Guðna orðið: Guðlaugssund var þreytt í dag. Fólk syndir þá allt að sex kílómetrum til að halda á lofti því […]
Örlög skákuðu strák af siglfirsku Möller-kyni til Eyja

„Vertíðin hefst yfirleitt með látum í febrúar en í ár hefur hún verið jafnari alveg frá áramótum. Þetta er gósentíð, botnlaus keyrsla með skiptipásum frá morgni til kvölds svo vélar í vinnslunni stoppi aldrei. Núna snýst lífið um að vinna, borða og sofa. Ég mæti um sjöleytið á morgnana og kem heim undir kvöldmat. Borða, […]
Allar hækkanir yrðu samræmdar

Bæjarbúar í Eyjum eru nú að fá fyrstu reikninga ársins frá HS Veitum. Síðasta hækkun fyrirtækisins tók gildi um síðustu áramót og finna notendur verulega fyrir því. Málið hefur komið til umræðu á samfélagsmiðlum þar sem Eyjamenn lýsa miklum hækkunum á vatninu. Í þeirri umræðu kemur fram að til eigi að vera samningur milli HS […]
Viðgerð að hefjast á stofnæð

Viðgerð er að hefjast á stofnæð á gatnamótum Skólavegar og Vestmannabrautar. Að sögn Ívars Atlasonar, svæðisstjóra vatnssviðs HS Veitna í Vestmannaeyjum er verið að fara í viðgerð á hitaveitulögninni. „Við gröfum í dag og stefnum á viðgerð á morgun. Tilkynning verður send út í dag til þeirra sem verða fyrir truflunum meðan á viðgerð stendur. […]
ÍBV fær Hauka í heimsókn

Einn leikur er á dagskrá Olís deildar kvenna í dag. ÍBV og Haukar mætast þá, en um er að ræða frestaðan leik úr 16. umferð. Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig, 8 stigum meira en ÍBV sem er í fjórða sætinu. Að afloknum leik kvöldsins hafa öll lið deildarinnar lokið 19 leikjum. […]
Dýpkun hafin

Sanddæluskipið Álfsnes lagði af stað undir kvöld frá Þorlákshöfn til dýpkunar á rifinu fyrir utan Landeyjahöfn. Dýpið þar hefur verið til trafala undanfarið, og nær Herjólfur aðeins að sigla á flóði til Landeyjahafnar. Álfsnesið er nú komið á staðinn, en samkvæmt heimildum Eyjar.net var dýpið á rifinu komið í um 4 metra. Ágætis útlit er […]
Viðlagafjara í dag

Uppbyggingin heldur áfram í Viðlagafjöru. Þar reisir fyrirtækið Laxey landeldi. Í byrjun mánaðarins hófst vinna að setja upp “litlu” kerin í Viðlagafjöru. Á vefsíðu Laxeyjar segir að veðrið hafi leikið við starfsmenn og tók ekki nema fjóra daga að setja alla sex tankana upp. Halldór B. Halldórsson flaug drónanum yfir svæðið í dag. Afraksturinn má […]