Minningar frá gosnóttinni 1973

gosmynd_220118_sigva_mynd_sigurg_j.jpg

Í dag eru 51 ár frá því að eldgos hófst á Heimaey. Það var aðfaranótt 23. janúar 1973 og var því lýst lokið þann 3. júlí sama ár. Gosið er fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi. Á vef Vestmannaeyjabæjar rifjar Ingimar Georgsson upp þessa örlagaríku nótt í lífi Eyjamanna. Greinina má lesa hér að neðan. […]

Mikilvægt að grípa alla sem við getum

asm_vill.jpg

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suður­kjör­dæm­is var á per­sónu­leg­um nót­um í ræðustól Alþing­is í gær þegar þing­menn ræddu stöðuna í Grinda­vík í fram­haldi af munn­legri skýrslu for­sæt­is­ráðherra um stöðu bæjarfélagsins. Grípum niður í ræðu Ásmundar. „Hjarta mitt er fullt af djúpri samúð í garð Grindvíkinga. Æðruleysi þeirra er ótrúlegt í þeim hremmingum sem þeir eru að lenda […]

Skákþing Vestmannaeyja að hefjast

skak_tafl

Skákþing Vestmannaeyja hefst sunnudaginn 28. janúar, þar sem teflt er um titilinn Skákmeistari Vestmannaeyja 2024. Skákþingið fer fram árlega og hefur verið haldið nær óslitið í 98 ár. Öllum er heimil þátttaka, en tefldar verða kappskákir 60 mínútur og 30 sekúndur fyrir hvern leik. Teflt verður tvisvar í viku á sunnudögum og fimmtudögum og er […]

Sexan 2024 er hafin

sexan

Sexan er fræðsluverkefni sem ætlað er að fræða ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefni stuttmyndanna er tæling, nektarmynd, samþykki eða slagsmál ungmenna. Auk þess er opinn flokkur fyrir önnur mikilvæg málefni sem 12-13 ára krökkum þykja mikilvægt að lyfta upp. Stuttmyndirnar mega mest vera 3 mínútur að lengd og hver skóli má mest senda […]

Eyjabítlarnir færa út kvíarnar

Eyjabítlarnir hafa gefið út almanak fyrir árið 2024. Almanakið prýðir flottar myndir af starfi hljómsveitarinnar á undanförnum árum. Þá er ýmis fróðleikur í almanakinu eins og hvenær afmælisdagur bítlana bresku er. Þetta almanak er gefið út í fáum eintökum í ár. Ef vel gengur er stefnt að því að gefa út fleiri fyrir árið 2025 […]

Fleiri perluviðburðir verða haldnir víða um land

IMG_20240121_164700

Fjáröflunar- og vitundarvakning Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hófst með pompi og prakt í Hörpu í gær, sunnudaginn 21. janúar. Á annað þúsund  manns komu saman og perluðu ný Lífið er núna armbönd og sáu perlupartýparið Eva Ruza og Hjálmar um að halda öllum í stuði ásamt fjölmörgum […]

Kynnti sér ferðaþjónustu á landsbyggðinni

mynd nr1 - Copy (1)

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti Mannamót Markaðsstofu landshlutanna sem fram fór í Kórnum í Kópavogi. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna og var lokaviðburður Ferðaþjónustuvikunnar í ár. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Markmið og tilgangur […]

Nýtt iðnaðarsvæði skipulagt

idnadarsv_eldfell_mynd_alta_minni

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar var lögð fram til samþykkis skipulagslýsing fyrir breytt aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 vegna breytingar á landnotkunarreit athafnasvæðis AT-2 frá því að flokkast sem athafnasvæði í að flokkast sem iðnaðarsvæði. Fram kemur í lýsingu fyrir umræddri breytingu að Vestmanneyjabær hafi hafið undirbúning að gerð nýs deiliskipulags fyrir iðnaðarsvæði í […]

Sigur gegn Stjörnunni – myndir

DSC_1619

14. um­ferð Olísdeildar kvenna í hand­bolta fór fram í dag. Í Eyjum sigraði ÍBV lið Stjörnunnar. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Eyjakonur sigu fram úr í þeim síðari og voru lokatölur 31-25. Sunna Jóns­dótt­ir var at­kvæðamest í liði ÍBV með 9 mörk. ÍBV er í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig en […]

Stelpurnar mæta Stjörnunni

ibv_kvenna_2023_opf_DSC_3414

Heil umferð verður leikin í Olís deild kvenna í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Stjörnunni. Eyjastúlkur eiga harma að hefna, en Stjarnan vann fyrri leik liðana í Garðabæ í haust. Fyrir leiki dagsins situr ÍBV í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig úr 13 leikjum. Stjarnan er hins vegar í næst neðsta sætinu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.