Októberfest í Höllinni næsta laugardag

„Við störtum haustinu með stæl. Breytum Höllinni í München og er þetta tilvalið fyrir starfsmannahópa og hvern sem er til að skemmta sér eftir sumarið,“ segja Hallarbændurinir, Svanur og Daníel og benda á að nú eru aðeins átta dagar í þessa miklu veislu, sem verður laugardaginn 14. september. Matti Matt, Ásgeir Páll partýstjóri, hinn þýskættaði […]

Íslandsmótið í snóker í Eyjum á morgun

– Byrjar 10.00 og verður spilað í Kiwanis, Oddfellow og Bönkernum Í fyrsta sinn verður haldið Stigamót Íslandsmótsins í snóker í Vestmannaeyjum.  Mótið hefst klukkan 10.00 á morgun, laugardag og verður keppt á þremur stöðum, Kiwanis, Oddfellow og í Bönkernum, sem er í kjallara Hvítasunnukirkjunnar.  Eyjamönnum er velkomið að kíkja við og fylgjast með nokkrum […]

Krónan – Íslenskt grænmeti á bændamarkaði

Hinn vinsæli Bændamarkaður í verslunum Krónunnar um land allt hefst í dag, föstudaginn 6. september, þegar verslanirnar opna dyr sínar, fullar af fjölbreyttu, fersku og ópökkuðu grænmeti beint frá býli íslenskra garðyrkjubænda hvaðanæva að á landinu. Þetta er í áttunda sinn sem Bændamarkaður Krónunnar er haldinn og er óhætt að segja að vinsældir hans meðal viðskiptavina […]

Vestmannaeyjahlaupið á laugardaginn

„Við ætlum að halda fjórtánda Vestmannaeyjahlaupið á laugardaginn. Við höfum gefið ágóða til góðgerðarmála. Við vonumst eftir því að þátttakendur verði 100, nú hafa 36 skráð sig í hlaupið. Skráning fer fram hér: https://netskraning.is/vestmannaeyjahlaupid/,“ segir Magnús Bragason sem á frumkvæðið að hlaupinu á Fésbókinni. „Hér eru myndir frá fyrsta hlaupinu 2011. Kannski verður veðrið svipað […]

Spáð fjórða sætinu á komandi leiktíð

Handboltavertíðin hófst í gær þegar Valur og ÍBV mættust í fyrsta leik Olísdeildar karla að Hlíðarenda. Leiknum lauk með jafntefli, 31:31 og gæti verið vísbending um góðan árangur Eyjamanna í vetur.  Bæði karla- og kvennaliði ÍBV er spáð fjórða sæti á komandi leiktíð. FH trónir á toppnum hjá  strákunum og Valskon­ur  munu halda sæti sínu […]

Matey – Suður-Evrópskir verðlaunakokkar

Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia, (CECBI) er heitið á verkefni sem gengur út á að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal. „Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. CECBI hefur verið í mótun frá árinu 2015 og er í dag orðið vel þekkt á meðal nemenda og […]

Heimsókn bandaríska sendiherrans

Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, kom í heimsókn til Eyja ásamt eiginmanni sínum í síðustu viku. Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tók á móti þeim. Fengu þau að sjá endurbæturnar á Ráðhúsinu áður en farið var í heimsókn í Sealife. Mikil upplifun var að sjá mjaldrana og lundapysjurnar sem þar eru. Eftir heimsóknina í […]

Rosalegt hrun í málþroska barna

Tryggvi Hjaltason – Auðurinn í drengjunum okkar – Þegar Eyjamenn fá áhuga er árangur aldrei langt undan „Vendipunkt í þessu ferðalagi má rekja til greinar sem ég ásamt hópi öflugs fólks skrifuðu og kölluðum Auðurinn í drengjunum okkar. Í hópnum var áhrifafólk í íslensku samfélagi, Vigdís Finnbogadóttir, margir af stærstu forstjórunum í íslensku atvinnulífi, þekktir […]

Ráðaleysi ríkjandi nema í Vestmannaeyjum?

„Stór hluti nemenda á yngsta stigi íslenskra grunnskóla nær ekki settum viðmiðum þegar kemur að lestrarfærni. Að loknum 1. bekk veit hluti nemenda ekki hvernig allir bókstafir stafrófsins hljóma. Með hverjum nýjum árgangi fjölgar þessum börnum. Á sama tíma fækkar þeim stöðugt sem ná viðmiðunum,“ segir í grein á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Blaðið hefur […]

Sæti í efstu deild í sjónmáli

ÍBV Þór

„Takk Grótta! Grótta 2- Fjölnir 1. En nýtt lið er komið með í baráttuna, Afturelding eftir 4-1 sigur á Njarðvík. Þeir eru með 33 stig og eiga eftir Fjölni og Afturelding,“ segir Einar Friðþjófsson, knattspyrnusérfræðingur á FB síðu sinni í gær. Þrátt fyrir tap gegn Keflavík í síðustu umferð eru Eyjamenn á toppi Lengjudeildarinnar þegar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.