Vel heppnað kafbátaverkefni opnar á áhugaverða möguleika

Geta nýst til leitar á uppsjávarfiski – Möguleikar að leita undir  „Það var árið 2022 sem Bretarnir höfðu samband við okkur, voru að leita að öflugum samstarfsaðila á Íslandi til að setja saman tvo fjarstýrða kafbáta sem áttu að sigla fyrir eigin vélarafli til Skotlands, 2500 km leið og taka ýmiskonar sýni og gera margskonar […]

Án ykkar hefði þetta ekki tekist

„Þá eru lokatölur komnar og fyrir liggur hverjir verða þingmenn þjóðarinnar. Baráttan var snörp og stutt, við frambjóðendur í Suðurkjördæmi lögðum okkur fram af alefli. Það voru sönn forréttindi að fá að leiða okkar frábæra fólk sem valdist á listann,“ segir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmis í Fésbókarfærslu í gær. Þar […]

Kíkt í kosningakaffi

Fastur liður margra á kjördag er að kíkja í kaffi hjá sínu fólki þegar búið er að kjósa. Þrátt fyrir að tíu flokkar byðu fram í kosningunum í gær buðu aðeins þrír, Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur upp á kosningakaffi í Vestmannaeyjum. Framsókn var í eigin húsnæði við Kirkjuveg, Samfylkingin á veitingastaðnum Næs hjá Gísla Matthíasi […]

Kjörsókn 80,6% prósent

Alls höfðu 2512 kosið í Vestmannaeyjum þegar kjörstöðum var lokað kl. tíu í gærkvöldi eða 80,6%. Þar af voru utankjörfundaratkvæði 714 eða 22,9%. Á kjörskrá voru 3115, en til samanburðar voru 3063 á kjörskrá fyrir þremur árum  en þá var kjörsókn 81,4%. Árið 2017 var hún 80,%, 2016 81,6% og 82,3% árið 2013. (meira…)

Sig­urður Ingi heldur sæti sínu

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, ráðherra, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og annar maður á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi heldur sæti sínu á Alþingi, þvert á kannanir. Þetta var ljóst eftir að lokatölur komu úr Suðvesturkjördæmi í hádeginu. Fer hann inn sem jöfn­un­arþingmaður og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins  er dott­in út. Endanleg niðurstaða kosninganna í Suðurkjördæmi er: Kjördæmakjörnir · […]

Nýr orgelsjóður og 100 ára afmæli KFUM

Sunnudaginn 1.desember, fyrsta sunnudag í aðventu, verður nýr orgelsjóður kynntur til leiks í guðsþjónustunni kl. 13.00. Matthías Harðarson formaður sjóðsins mun kynna sjóðinn fyrir kirkjugestum og fólki gefst færi á að skrá sig í áskrift hjá sjóðnum á staðnum, en einnig verður hægt að skrá sig seinna og fá nánari upplýsingar hjá Matthíasi. Þann 30. […]

Skynsamlegast fyrir Vestmannaeyinga að kjósa Sjálfstæðisflokkinn

„Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Foreldrar mínir eru Stefán Sigurðsson, fyrrum sjómaður og Guðrún Gísladóttir fyrrum gjaldkeri í Íslandbanka. Ég er fjögurra barna faðir, giftur Kristínu Sjöfn Sigurðardóttur, sjúkraliða. Höfum búið saman í 18 ár og gift í 13 ár þannig að maður er búinn að sigra í lífinu hvað þetta varðar,“ segir […]

Markmiðið að Kristrún leiði næstu ríkisstjórn

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur frá árinu 2010 staðið í hringiðu stórra atburða. Var öryggisfulltrúi á Suðurlandi í Eyjafjallagosinu 2010 og Grímsvatnagosinu árið eftir sem bæði höfðu mikil áhrif. Hann bar ábyrgð á öryggi íslenska karlalandsliðsins þegar það reis hæst á EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi 2018. […]

Finnum meðbyr og ekki síst í Vestmannaeyjum

„Þetta var velheppnaður fundur, vel sóttur og gagnlegar umræður sem margir tóku þátt í,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum eftir fund efstu manna listans í kjördæminu. Fundurinn var í AKÓGES og með honum voru Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi sem er í öðru sæti, Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi alþingismaður […]

Alls hafa 198 kosið utankjörfundar

Gengið verður til alþingiskosninga á laugardaginn 30. nóvember. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum hófst þann 7. nóvember sl.  Í morgun höfðu 198 kosið utan kjörfundar í Vestmannaeyjum. „Ég er ekki með samanburðartölur frá kosningunum 2021 en þá kusu í heildina 565 utan kjörfundar. Inni í þeirri tölu eru atkvæði greidd á Sjúkrahúsinu og Hraunbúðum,“ sagði Sæunn Magnúsdóttir, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.