Hafró enn á móti dælingu við Landeyjahöfn

Enn og aftur leggst Hafrannsóknarstofnun gegn fyrirhugaðri efnistöku þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg af hafsbotni við Landeyjahöfn sem allir umsagnaraðilar, ekki síst bæjarstjórn Vestmannaeyja hafa mótmælt kröftuglega. „Stofnunin gerir þetta þrátt fyrir að Heidelberg hafi minnkað fyrirhugaða efnistöku í kjölfar gagnrýni fyrr á árinu. Þetta kemur fram í nýrri umsögn Hafrannsóknarstofnunar um efnistökuna. Umsögnin var birt fimmtudaginn 26. […]

Sigurgeir og sonardóttirin slá saman

Sigurgeir Jónsson, fyrrum kennari, sjómaður og blaðamaður með meiru, hefur verið ötull í ritun bóka, eftir að hann komst á eftirlaunaaldur og alls hafa komið út 13 bækur eftir hann langflestar á þessari öld. Nýjasta bók hans sem nú er að koma út heitir, Fyrir afa, nokkrar smásögur og er 14. bók hans. Flestar fjalla bækur […]

Geðrækt og geðheilsa í bland við tónlist og gleði

„Tilgangur Geðlestarinnar er að tala um geðheilsu og leiðir til að viðhalda henni. Við þurfum að huga að geðheilsu allt lífið og hlúa að henni. Geðheilbrigðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni út lífið. Við þurfum að horfa til orsaka frekar en afleiðinga í viðleitni okkar til að bæta líðan fólks. Hvað er það í […]

Pysjurnar vel á sig komnar og óvenju margar

Pysjutímabilið í ár stóð frá ágúst og fram i september sem er hinn hefðbundni tími. Pysjurnar voru vel á sig komnar sem staðfesti frásagnir lundakarla um að mikið hefði verið um sílisfugl seinni hluta sumars. Síli er aðalfæða lundans og samkvæmt Hafró eru mörg ár síðan jafnmikið hefur fundist af því við Suðurströndina. Pysjueftirlitið, sem […]

Frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar

Karl Smári Hreinsson Ein merkasta heimild um Tyrkjaránið á Íslandi, Reisubók séra Ólafs Egilssonar er nú að koma út á frönsku í Casablanca í Marokkó. Útgefandi er þarlent forlag, La Croisée des Chemins. Bókin heitir á frönsku: La Razzia Septentrionale; L´historire des raids corsair barbaresque de Salé et d´Algier sur l´Islande en 1627 (Árásin á […]

Ísleifur VE á leið í pottinn

„Já, hann er á leiðinni í skrap. Því miður,“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinnar um Ísleif VE sem hefur þjónað félaginu frá árinu 2015. Ísleifur er uppsjávarskip og þykir gott sjóskip. Nú er hann á leið í pottinn. „Þegar skipið var byggt var það lengt til að það héldi stöðugleika. Einhver mistök hafa verið […]

Enn er blásið til Eyjatónleika í Hörpu

„Elsku vinir, þá liggur þetta fyrir og ég held að fólk eigi von á geggjuðum tónleikum. Við erum afar sátt með listafólkið sem verður með okkur. Ekki missa af þessum einstaka viðburði,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson sem ætlar ásamt Guðrúnu Marý Ólafsdóttur, konu sinni að slá í 14. Eyjatónleikana í Hörpunni í janúar. Þetta kemur […]

Eyjamenn í góðri stöðu eftir sigur á Fjölni

Eyja­menn unnu sannfærandi sig­ur á Fjöln­i, 30:22 í fjórðu umferð Olísdeildar karla á heimavelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 15:11. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig eins og Afturelding. Ofar eru Haukar, Grótta og FH, öll með sex stig og FH á toppnum. Andri Erlingsson var markahæstur með sex mörk,  Sigtryggur […]

Vel heppnuð uppskeruhátíð Sumarlesturs

„Við áætlum að um 100 manns hafi mætt og gert með okkur glaðan dag. Bergrún Íris barnabókarithöfundur og teiknari var með skemmtilegt erindi,“ segir á Fésbókarsíðu Bókasafnsins um vel heppnaða uppskeruhátíð Sumarlestursins s.l. laugardag. „Við vorum með happdrætti úr miðum fyrir hverja lesna bók í sumar, hægt var að fá ofurhetjumyndir af sér, sækja glaðning […]

Átti barn 17. júlí og stefnir á EM

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­bolta undir stjórn Arnars Péturssonar æfir nú á fullu fyrir Evrópumótið sem fer fram í Aust­ur­ríki, Ung­verjalandi og Sviss í nóv­em­ber og des­em­ber. Er Ísland í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu og verður leikið í Inns­bruck í Aust­ur­ríki. Ísland mæt­ir Hollandi í fyrsta leikn­um 29. nóv­em­ber, Úkraínu í öðrum leik 1. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.