Vestmannaeyjar orðnar landbúnaðarbær

xr:d:DAF5r0lqaiI:15,j:545352661992383858,t:24013011

Hafsteinn Gunnarsson hjá Laxey er löggiltur endurskoðandi, vann í mörg ár hjá Deloitte, var í nokkur ár hjá Sparisjóði Vestmannaeyja, sneri aftur til Deloitte og er nú yfirmaður reikningshalds hjá Laxey. Sló til þegar staðan var auglýst og byrjaði fyrir ári síðan. „Að einhverju leyti er starfið eins og ég átti von á en stækkar […]

Laxey – Draumur verður að veruleika

Frumkvöðlarnir, Daði Pálsson og Hallgrímur Steinsson áttu sér draum um landeldi á laxi sem nú er að rætast. LAXEY mun starfrækja fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum.  Seiðaeldisstöð í Botni Friðarhafnar sem mun framleiða 4 milljónir laxaseiða á ári og matfiskaeldisstöð í Viðlagafjöru sem mun framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári. Í seiðaeldisstöðinni er […]

Í öllu sem til fellur og enginn dagur er eins

Sólveig Rut Magnúsdóttir var sú fimmta í röðinni þegar kom að því að ráða fólk til Laxeyjar. „Ég byrjaði 1. febrúar 2023. Þá var enn verið að byggja seiðaeldisstöðina og byrjað að huga að framkvæmdum í Viðlagafjöru. Til að byrja með var ég að aðstoða Braga Magnússon, sem starfar sem verkefnastjóri framkvæmda hjá LAXEY. Ég […]

Laxey – Fjárfesting upp á sextíu milljarða

larus - Layout B

Lárus stjórnarformaður – Ein stærsta framkvæmd á Íslandi án aðkomu hins opinbera -Framleiðsluverðmæti á ári um 30 milljarðar – Samfélagið, bæjarstjórn, hugarfar bæjarbúa og reynsla af sjávarútvegi hjálpar mikið „Lagt var upp með áætlun fyrir tveimur árum síðan og hún hefur gengið eftir. Hún hljóðaði upp á að byggja upp seiðaeldisstöð, taka hrogn inn í […]

Áratugastökk frá Ottó yfir á Sigurbjörgu

Þorfinnur yfirvélstjóri – Margt að læra Það er margs að gæta hjá vélstjórunum á Sigurbjörgu, mikið að læra og kynnast á nýju skipi. Vélar, dælur, rör upp um alla veggi og annar búnaður. Öll aðstaða til fyrirmyndar. Rætt er við vélstjórann, Þorfinn Hjaltason í vaktherberginu þar sem vel fer um okkur. Hávaði ekki mikill. Þorfinnur […]

Gaman að taka við nýju og glæsilegu skipi

Sigvaldi skipstjóri – Heim eftir mörg ár erlendis Sigvaldi Þorleifsson, annar skipstjórinn á Sigurbjörgu ÁR hefur víða komið við á ferli sínum. Við spjölluðum saman í rúmgóðri brúnni. Þar eru ótal skjáir, stórir gluggar og gott útsýni yfir dekk og stefni og allt um kring.  Sigvaldi segir gaman að fá tækifæri til að taka við […]

Minni slysahætta þegar trollið er tekið

Sigurður skipstjóri – Enginn í lest: Sigurður segir að munurinn sé mikill, ekki síst í meðferð á fiski. „Fiskurinn er allur blóðgaður. Látinn blóðrenna  áður en gert er honum. Þá fer hann í gegnum flokkara með myndavél og er flokkaður eftir þyngd og tegundum. Úr flokkaranum fer fiskurinn í kælikör og skammtar þyngd í hvert […]

Meiri veiðigeta og betra hráefni

Eyþór útgerðarstjóri – Hagræðing í útgerð „Samanburður skipa eins og Ottó N. Þorlákssonar  og  Sigurbjargar er svipaður hvað varðar magn í lest en veiðigetan er mun meiri á Sigurbjörgu. Sigurbjörg kemur í stað tveggja til þriggja skipa hjá Ísfélaginu þannig að þetta er mikil hagræðing sem fylgir þessari endurnýjun í útgerð Ísfélagsins. Við vonumst til […]

Konunglegt teboð og flottir hattar

Það var konunglegt teboðið í Safnahúsinu í dag þar sem Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson gáfu tóninn í söng og tali. Bryggjan í Sagnheimum var þétt setinn og stærsti hlutinn konur sem mættar voru til að komast í örlitla snertingu hátignir í Evrópu, einkum þau dönsku og ensku. Margar konurnar fóru alla leið og mættu […]

Góður sigur eftir stóra skellinn

ÍBV sýndi klærnar í dag þegar þeir mættu KA í Olísdeild karla á heimavelli í dag. Unnu 36:31, staðan í hálfleik var 19:15. Góður sigur eftir stóra skellinn gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í síðustu umferð. ÍBV er með 9 stig, sama og Fram og Grótta  og eru í fjórða til sjötta sæti. KA er í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.