Kanna möguleika á að veiða fisk í gildrur

Fyrir skömmu fékk Þekkingarsetur Vestmannaeyja myndarlegan styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands að upphæð 1.900.000 krónur. Styrkurinn er  í áhugavert tilraunaverkefni sem er að fara að stað til fimm ára í Vestmannaeyjum. Auk Þekkingarsetursins sem er aðal umsækjandi, koma Samtök smábátaeigenda að verkefninu ásamt Hafrannsóknarstofnun og Matís. „Verkefnið snýst um að skoða hvort mögulegt sé að veiða […]

Kristrún og frambjóðendur kjördæmisins í Eldheimum

Nú er að færast hiti í kosningaslaginn og eru bæði Sjálfstæðismenn og Samfylkingin með fundi í Vestmannaeyjum í dag. Samfylkingin í Suðurkjördæmi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, formanni  bjóða Eyjamönnum til opins fundar í Eldheimum í dag  milli kl. 17.00-19.00. Í tilkynningu segir að farið verði yfir hin þrjú áherslumál Samfylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar:   Framkvæmdaplan í húsnæðis- […]

Sjálfstæðisflokkurinn – Brynjar og Jón á fundi í dag

Kæru Eyjamenn Fundur þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, sem vera átti í Ásgarði í gær, hefur verið færður á daginn í dag. Fundurinn verður haldin í Ásgarði kl. 17.30 í dag, mánudag. Fjölmennum og tökum með okkur gesti.  Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest. Tilkynning frá Sjálfstæðisflokknum Vestmannaeyjum.   (meira…)

Takk allir listamenn á Íslandi

Það er eitt að leika mjög vel og svo er annað stig fyrir leikara að gjörsamlega verða persónan sem hann eða hún leikur að maður gjörsamlega gleymir sér í persónunni. Og það gerir Ólafur Darri í Ráðherranum, þáttaröð sem sýnd er á RÚV. Fyrir mér er þetta með ólíkindum og hann fær fimm fyrir stjörnuleik […]

Notaleg stund í Sagnheimum

Það var notaleg stund í á Bryggjunni í Safnahúsi á laugardaginn þegar Sigurgeir Jónsson og sonardóttir hans, Katrín Hersisdóttir kynntu bók sína, Fyrir afa. Smásögur Sigurgeirs og Katrín myndlýsir. Hún átti hugmyndina að bókinni og saman ná þau að skapa einstakt verk þar sem texti og myndir renna saman í eitt. Sigurgeir las fyrstu sögu […]

Undirliggjandi þema speglast í myndunum

Katrín fékk frjálsar hendur við myndlýsingu bókarinnar: „Þetta heitir samskiptahönnun og grafísk hönnun, sem flestir þekkja, heyrir undir hana. Er á aðeins breiðara sviði og snýst um að miðla upplýsingum á sjónrænan hátt. Ég lærði í Kolding School of Design í Danmörku og er þetta þriggja ára nám,“ segir Katrín Hersisdóttir um nám sitt. Hún […]

Sigurgeir Jónsson – Fjórtánda bókin komin út

Afinn og sonardóttirin brúa kynslóðabilið „Nokkrar af þessum sögum áttu að koma í Vestmannaeyjabókinni en hún var orðinn svo stór og mikil að við Guðjón Ingi hjá Hólaútgáfunni urðum ásáttir um að sleppa smásögunum. Þar lágu þær þar til sonardóttir mín, Katrín Hersisdóttir, fékk veður af þeim og spurði hvort ég ætlaði ekki að gefa […]

Fyrir afa – Katrín og Sigurgeir í Sagnheimum

Á laugardaginn kemur, 23. nóvember kl. 13.00 mun Sigurgeir Jónsson kynna nýja bók sína Fyrir afa, nokkrar smásögur í Sagnheimum. Með honum í för verður sonardóttir hans, Katrín Hersisdóttir, sem myndskreytti bókina. Einnig mætir sonurinn Jarl ásamt fylgdarliði. Þetta er 14. bók Sigurgeirs og að hans sögn sú síðasta. Hér er um ljúfa fjölskyldustund að […]

Trausti frá Hafnareyri í Lífeyrissjóðinn

,,Hjá Hafnareyri hef ég fyrst og fremst unnið með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki sem er tilbúið að búa til verðmæti á hverjum degi fyrir samfélagið okkar,“ sagði Trausti Hjaltason fráfarandi framkvæmdastjóri Hafnareyrar sem Vinnslustöðin á og rekur. „Það eru forréttindi að fá að vinna með svona öflugu fólki og síðustu rúmu sjö ár hafa verið […]

Seilst í vasa útgerðar á röngum forsendum

Í nýjum fjárlögum er ákvæði um 50% hækkun kolefnisgjalds, sem á að skila ríkinu 7,6 milljörðum króna. Hefur gjaldið tífaldast á 14 árum að því er kemur fram í grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS á visir.is. Segir Heiðrún Lind að sjávarútvegur greiði nú þegar 30 til 35% af öllu kolefnisgjaldi. Með breytingunni hækki umhverfisskattar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.