Eykyndill færði Skátafélaginu og Björgunarfélaginu hjartastuðtæki

Í gær færðu fulltrúar slysavarnarfélagsins Eykyndils veglegar gjafir til Skátafélagsins Faxa annars vegar og Björgunarfélags Vestmannaeyja hins vegar. Um er að ræða hjartastuðtæki. Gjafirnar voru afhentar við Vigtartorgið við upphaf dagskrár Þjóðhátíðardagsins. Að sögn Sigríðar Gísladóttur hjá Eykindli verður tækið sem Skátafélagið Faxi fékk staðsett upp í skátaheimili, en þeir eru t.d. að leigja salinn […]

Hátíðarræða Magnúsar Bragasonar

Landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum í dag. Magnús Bragason var með hátíðarræðu dagsins í Vestmannaeyjum. Hlýða má á ræðuna í spilaranum hér að neðan. Halldór B. Halldórsson annaðist upptöku. (meira…)

Þjóðhátíðardeginum fagnað – myndir og myndband

17. júní 2025

Þjóðhátíðardeginum var fagnað um allt land í dag en 81 ár eru frá stofnun lýðveldis Íslands. Í Vestmannaeyjum safnaðist fólk saman fyrir skrúðgöngu á Ráðhúströðinni. Gengið var í lögreglufylgd á Vigtartorg þar sem við tók hátíðardagskrá. Magnús Bragason var með hátíðarræðu dagsins, Anna Ester Óttarsdóttir var fjallkonan og flutti hátíðarljóð. Þá voru tónlistaratriði frá bæjarlistamanni […]

Ný skipan í forystu SFS

Gunnþór (002)

Á fundi stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem haldinn var í dag, 17. júní, var samþykkt ný skipan í embætti og stjórnareiningar samtakanna í samræmi við samþykktir. Samþykkt var að Gunnþór Ingvason, varaformaður samtakanna, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., taki við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi samtakanna. Þá var samþykkt að Ægir Páll Friðbertsson, ritari […]

Veiðigjöld Vinnslustöðvarinnar munu liðlega tvöfaldast

Þegar ég kom til Eyja 1992 og vann með Steina stóra hér í útibúi Íslandsbanka, þá var alltaf áherslan sú að reyna að halda kvótanum í byggðinni.  Þegar útgerðum fækkað, þá annars vegar lánaði bankinn og fjármagnaði kaupin og hins vegar fóru útgerðirnar í Eyjum í að sameinast félögunum eða kaupa. „Á síðasta ári velti […]

Skekkjan blasti við!

Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur verið harðlega gagnrýnt síðustu mánuði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu í upphafi málsins að sýndarsamráð hafi átt sér stað, aðeins vika hafi verið gefin til umsagna og að ekki hafi fengist gögn afhent frá ráðuneytinu til að átta sig á útreikningum frumvarpsins.  59% hækkun reyndist 120% Veiðigjald á þorski á þessu ári […]

Skammtímasamningur um rekstur heilsuræktar ræddur í bæjarstjórn

Tímabundið samkomulag um rekstur heilsuræktar var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Forsaga málsins er sú að útboð um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja var kært og er í ferli hjá kærunefnd útboðsmála og óljóst hvenær niðurstaða kemst í það mál. Vegna þeirra aðstæðna samþykkti bæjarráð tímabundinn fjögurra mánaða samning við […]

Vísa ásökunum á bug

DSC_8031

Atvinnuvegaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Skatturinn og Fiskistofa hafa sent út sameiginlega yfirlýsingu vegna ásakana sem atvinnuvegaráðuneytið og starfsfólk þess hefur sætt undanfarið í tengslum við breytingu á lögum um veiðigjöld. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Við undirbúning og gerð frumvarps til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld var haft samráð […]

Hægir á matvöruhækkunum í júní

Innkaup Kerra

Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58% í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5%. Er þetta fjórða mánuðinn í röð sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6% árshækkun á matvörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir jafnframt að megindrifkraftar verðhækkana í maí […]

Bergur verður Bergey á ný

Bergey Sigurdur Cr Tms

Fyrir nokkru fór Bergur VE í slipp til Akureyrar. Þar var skipið málað og gert fínt, vélar teknar upp og ýmsu öðru viðhaldi sinnt. Á meðal þess sem gerðist í slippnum var að nafni skipsins var breytt. Það fékk aftur sitt upprunalega nafn Bergey og nú heyrir Bergsnafnið sögunni til. Þetta kemur fram á vef […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.