Bikarslagur í kvöld

ÍBV og Afturelding mætast í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í kvöld. Leikið er í Mosfellsbæ. Ef staða þessara liða er skoðuð í deildinni má búast við hörkuleik í kvöld. Afturelding á toppi deildarinnar með fullt hús stiga að afloknum fimm umferðum. ÍBV er í þriðja sætinu með 6 stig. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður […]

Kostnaður við Hásteinsvöll kominn í 267 milljónir

hast_20250703_125759

Framkvæmdir við Hásteinsvöll hófust á árinu en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir fjármagni til verksins á árinu 2024. Þar sem framkvæmdirnar töfðust voru fjárheimildir síðasta árs ekki nýttar. Samkvæmt útboðum er heildarkostnaður við verkið áætlaður um 267 milljónir króna, en allur kostnaðurinn fellur á árið 2025. Af þeim sökum þurfti framkvæmda- og hafnarráð að […]

Dæmdur í 1,6 milljóna króna sekt fyrir kannabisræktun

heradsdomur_sudurlands-2.jpg

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 1,6 milljóna króna sekt fyrir að hafa ræktað og haft í vörslum sínum kannabis í Vestmannaeyjum. Samkvæmt gögnum málsins viðurkenndi maðurinn skýlaust fyrir dómi að hafa ræktað fjórar kannabisplöntur og haft í vörslum sínum 20,07 grömm af maríhúana og 284,03 grömm af kannabislaufum. Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á […]

Flestir hafa enn ekki tekið ákvörðun

Nú eru kjörnir fulltrúar víðs vegar um land að gefa upp hvort þeir hyggist gefa aftur kost á sér í framboð til sveitarstjórna. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí 2026. Eyjafréttir sendu fyrirspurn á alla bæjarfulltrúa sem og varabæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og spurðu hvort þau hyggist gefa kost á sér á lista í komandi bæjarstjórnarkosningum.  „Ég hef ekki tekið […]

Eldgos og rýming Heimaeyjar 1973

Hér að neðan má sjá kvikmyndaupptökur af eldgosinu á Heimaey árið 1973. Þær eru teknar af bandaríska sjóliðsforingjanum fyrrverandi Curtis J. Winters en hann kom til Vestmannaeyja til að aðstoða við rýmingu og tók í leiðinni þessar einstöku kvikmyndir upp af hamförunum. (meira…)

Aðalfundur Farsæls

trillur

Aðalfundur smábátafélagsins Farsæls verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 16:30 á efri hæð Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Arthúr Bogason mætir á fundinn. Heitt verður á könnunni, segir í tilkynningu og er allir smábátasjómenn hvattir til að mæta á fundinn, sem og þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig í smábátaútgerð. (meira…)

Mikilvægt að sjómenn séu rétt tryggðir – alltaf

DSC 7395

Tryggja vátryggingamiðlun, elsta miðlun landsins sem hefur starfað í 30 ár, sérhæfir sig í heilsutryggingum og sértækum sjómannatryggingum. Verkefnastjóri heilsutrygginga hjá Tryggja, Agnes Hildur Hlöðversdóttir, segir mikilvægt að sjómenn hafi öflugar tryggingar sem taka tillit til áhættu sem fylgir starfi á sjó.  Hvað eru sjómannatryggingar? Aðspurð segir Agnes að sjómannatryggingar séu sérsniðnar tryggingar fyrir þá […]

ÍBV og ÍA mætast í Eyjum

Eyja 3L2A9214 (1)

Tveir leikir fara fram í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Skagamönnum sem hafa verið á mikilli siglingu undanfarið. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en ÍA er í þriðja sæti með 28 stig. Leikurinn í dag er næst síðasti heimaleikur ÍBV á tímabilinu en ÍBV […]

Á KA sjens?

Á sunnudaginn nk., þann 5. október kl. 14:45 (dálítið undarlegur tími, hvers vegna ekki 14:47), mun ÍBV B taka á móti KA í Powerade bikarkeppninni í gamla salnum. Í liði ÍBV B er valinn maður í hverju rúmi, margir hoknir af reynslu með stórt bikarsafn á bakinu. Má þar nefna Teddi, Sigurbergur, Grétar Þór, Fannar […]

Bæjarráð leggur til lækkun fasteignaskatts

hus_midbaer_bo

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til við bæjarstjórn að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á næsta ári úr 0,235% í 0,225%. Jafnframt verði hlutfallið óbreytt á opinberar stofnanir, 1,320%, en fasteignaskattur á annað húsnæði, þar á meðal atvinnuhúsnæði, lækki úr 1,325% í 1,315%. Með þessari breytingu er stefnt að því að draga áfram úr áhrifum hækkunar fasteignamats á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.