Mæta ÍR á útivelli

Eyja 3L2A2868

Þriðja umferð Olís deildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Í Skógarseli tekur ÍR á móti ÍBV. Heimaliðið er enn án stiga en Eyjaliðið er með 2 stig. Það má því búast við hörkuleik í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.00, en þess má geta að leikurinn er í beinni hjá Sjónvarpi Símans. […]

Herjólfur III aftur á sölu

Hebbi Lan

Herjólfur III er aftur kominn á sölu á erlendri sölusíðu, hjá J. Gran & Co. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samtali við Eyjafréttir aðspurður um hvort búið sé að samþykkja af yfirvöldum að selja skipið að svo sé. „Alþingi hefur samþykkt það með heimild í fjárlögum.” Í einkasölu í þrjá mánuði G. Pétur […]

Herjólfur til Landeyjahafnar

landeyjah_her_nyr

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á ný, eftir að hafa þurft að sigla síðan síðdegis í gær til Þorlákshafnar. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:45. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að hvað varði síðustu ferð kvöldins frá Vestmannaeyjum kl. 22:00 og frá Landeyjahöfn kl. 23:15 verður gefin út tilkynning seinna […]

IceFish 2024 hefst í Smáranum á morgun

Íslenska sjávarútvegs-, sjávarrétta- og fiskeldissýningin, IceFish 2024, hefst í Smáranum á morgun 18. september með pomp og prakt og býður hjartanlega velkomna sýnendur og gesti frá öllum heimshornum. Dyrnar opna klukkan 10:00 en formleg opnunarathöfn hefst klukkan 14:00. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, setur sýninguna með formlegum hætti. IceFish fagnar núna 40 ára afmæli og mun […]

Vitlaust veður en ágætis reytingur

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 60 tonnum af þorski í Neskaupstað í gær og systurskipið Bergur VE mun landa þar fullfermi í dag. Rætt var við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey í gær – á vef Síldarvinnslunnar – og hann spurður um veður og aflabrögð. ,,Við fengum þennan afla á Breiðdalsgrunni og í Hvalbakshalli í […]

Blása enn meira lífi í starfið og umgjörðina

Síðastliðinn föstudag voru fyrstu heimaleikirnir hjá ÍBV í handboltanum. Kvöldið áður bauð handknattleiksdeild ÍBV handboltaáhugamönnum á leikmannakynningu í Akóges. Magnús Stefánsson, þjálfari karlaliðsins segir í samtali við Eyjafréttir að tímabilið leggist mjög vel í þá. „Strákarnir hafa verið mjög duglegir að æfa og mæta til leiks í flottu standi. Deildin í ár gæti orðið jafnari […]

Geðlestin í Eyjum

Geðlestin

Í tilefni af Gulum september* ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en það hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni en núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og […]

Þyrlan sótti sjúkling til Eyja

sjukrabill_thyrla_2024

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var þyrlan kölluð til vegna bráðra veikinda. Hann segir ennfremur í samtali við Eyjafréttir að vegna veðurs hafi ekki verið fært fyrir sjúkraflugvél, en stormur hefur verið í Eyjum síðustu klukkustundirnar. Ásgeir segir að sjúklingurinn […]

Lögmaðurinn fór holu í höggi

Golf Felagar Ads IMG 5226

Þó farið sé að hausta sitja golfarar bæjarins ekki auðum höndum. Nýverið fóru þrír félagar níu holu hring á golfvellinum í Eyjum. Einn af þeim fór holu í höggi. Eyjafréttir fengu lýsingu Jóhanns Péturssonar, lögmanns og golfara frá hringnum góða. Líklega illsláanlegur ,,Hringurinn byrjaði svosem  ekki með neinum sérstökum látum hjá mér en samt par […]

Talsverður samdráttur í ágúst

Ufsi Londun

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 25 milljörðum króna í ágúst samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku. Það er um 8% samdráttur í krónum talið miðað við ágúst í fyrra. Talsverð lækkun var á gengi krónunnar í ágúst eftir að hafa verið fremur stöðugt framan af ári og var gengi krónunnar að jafnaði […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.