„Alger ófögnuður”

Bergur Gamur 1 Sept 2024 AR

Í fyrrinótt þegar ísfisktogarinn Bergur VE var á landleið til Vestmannaeyja af Austfjarðamiðum var ákveðið að taka lokahol túrsins á Pétursey. Þegar trollið var síðan tekið upp kom í ljós að því fylgdu hliðar úr gámi sem augljóslega var kominn frá Eimskip. Greint var frá þessu í fjölmiðlum í gær: Fengu gám í trollið – […]

Að veiðum í 98 tíma og á siglingu í 65 tíma

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöld. Bergur VE kom síðan í kjölfarið og landaði í gærmorgun. Afli beggja skipa var mest þorskur og ýsa. Bæði skip voru að veiðum fyrir austan land og var veiðin ágæt þar til brældi á þriðjudagskvöld, en þá var Vestmannaey búin að fylla og Bergur […]

Gul viðvörun á Suðurlandi

Gul Vidv 130924

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi sem og Suðausturlandi. Á báðum stöðum tekur viðvörunin gildi á miðnætti og gildir til hádegis á laugardag. Í viðvörunarorðum segir: Norðaustan hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum, 18-23 m/s og mjög snarpar vindhviður. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Veðurhorfur á landinu næstu daga […]

Vestmannaeyjar Open í pílukasti

pilukast

Á morgun, laugardag heldur Pílufélag Vestmannaeyja mót undir nafninu “Vestmannaeyjar Open!” Mótið er haldið í fyrsta skipti og ef vel gengur verður þetta árlegt. Mótið verður haldið í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja 14. september. Húsið opnar kl. 13:00 og keppni hefst kl 14:30. Þátttökugjald 3500 kr. Á föstudagskvöldinu 13. september kl 20:00 stendur til að hita upp með […]

Handbolta-tvenna í dag

Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Eyjum í dag. Bæði karla og kvenna lið ÍBV leika þá sínu fyrstu heimaleiki. Stelpurnar hefja leik klukkan 17.30 er þær taka á móti Val. Bæði lið sigruðu leiki sína í fyrstu umferð. Valur rúllaði yfir ÍR á heimavelli á meðan ÍBV vann góðan útisigur á Gróttu. Strákarnir fylgja svo […]

Dýpkunarskipið skuldbundið til að vera til taks í vetur

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Vegagerðinni um stöðuna í Landeyjahöfn. Fram kom að dýpið í höfninni sé gott og sýndi stór mæling í sumar fram á eðlilegt ástand sem getur þó breyst hratt þegar haustlægðirnar skella á. Önnur stór mæling verður tekin í október. Dýpkunarskipið Álfsnes er […]

Fengu gám í trollið

bergey_bergur_op

Í morgun fékk ísfisk­tog­ari­nn Berg­ur VE hluta af gám frá Eim­skip í trollið hjá sér. Fréttavefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Í sam­tali við mbl.is er haft eftir Jóni Val­geirs­syni, skip­stjóra skips­ins, að gám­ur­inn hafi komið í trollið þegar þeir voru að toga upp botn­vörpu af Pét­urs­ey. Fimmtán gámar féllu útbyrðis af Dettifossi, flutningaskipi Eimskip, aðfaranótt […]

Vel heppnuð Eyjaferð

20240907 163617 Cr

Um síðustu helgi heimsóttu félagar í Félagi skipa- og bátaáhugamanna Vestmannaeyjar. Félagið var stofnað í Reykjavík í febrúar árið 2012 og er tilgangur félagsins að efla áhuga og umræðu um skip og báta af öllum stærðum og gerðum, flytja kynningarefni, fræðsluefni og stunda sögulegar rannsóknir tengdar skipum og siglingum í víðu samhengi. Rætt er við […]

Leikmannakynning í kvöld

IBV Haukar

Leikmannakynning ÍBV og Krókódíla fer fram í kvöld. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að nú fari að líða að fyrstu heimaleikjunum í vetur og á að byrja tímabilið með leikmannakynningu í Akóges. Húsið opnar kl. 20:00 og er gert ráð fyrir því að kynningin sjálf hefjist kl 20:15. Léttar veigar verða í boði á […]

Haustar á Heimaey

Skjask Hbh Bolti 24

Haustið er á næsta leiti, en þó er grasið enn iðagrænt. Halldór B. Halldórsson fór á ferðina og sýnir okkur svipmyndir frá hinum ýmsu stöðum í bænum. Í gær sýndi hann okkur svipmyndir frá nokkrum byggingarframkvæmdum og í dag sýnir hann okkur frá fleiri framkvæmdum víðsvegar um Eyjuna. Njótið. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.