Urðu af 17 skipakomum í sumar

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku fór Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri yfir þróun í komum skemmtiferðaskipa síðustu 5 árin. Einnig fór hún yfir þau tækifæri og ógnanir sem hún sér fyrir á komandi árum. Í afgreiðslu ráðsins segir að Vestmannaeyjahöfn hafi orðið af tekjum vegna frátafa sökum veðurs og aðstöðuleysis fyrir stærri skip. […]
Felix framlengir

Eyjamaðurinn Felix Örn Friðriksson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027. Felix hefur einungis leikið fyrir eitt félag á Íslandi, ÍBV, en hann hefur leikið 239 skráða KSÍ leiki og þar af 116 í efstu deild. Felix var á tíma á samningi hjá danska úrvalsdeildarliðinu Vejle en þangað fór hann á […]
Vinningshafa vísað frá sölustað

Hann þurfti aðeins að hafa fyrir hlutunum rúmlega sjötugi maðurinn sem var einn með allar tölur réttar í Lottó um síðustu helgi. Hann keypti vinningsmiðann á N1 við Borgartún en lét athuga á öðrum sölustað, nokkrum dögum seinna, hvort vinningur leyndist á miðanum. Þegar Lottókassinn sendi frá sér vinnings-fagnaðarlætin sem alla spilara dreymir um að […]
Heimaey í dag

Í dag fer Halldór B. Halldórsson með okkur um bæinn. Sýnir okkur m.a. hluta af byggingaframkvæmdum bæjarins auk annars sem fyrir augu bar í morgun. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1609. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í dag, miðvikudag kl. 14:00 í fundarsal Ráðhúss Vestmannaeyja. Meðal þess sem er á dagskrá fundarins er umræða um samgöngumál og þjóðlendukröfur íslenska ríkisins, auk nokkurra mála úr fundargerðum. Horfa má á fundinn hér að neðan. Þar fyrir neðan má sjá alla dagskrá fundarins. Almenn erindi 1. 201212068 – […]
Unnið að fjárhagsáætlun

Ræddar voru forsendur fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2025 á síðasta fundi bæjarráðs, auk tímalínu vinnu við áætlunargerðina. Framundan eru vinnufundir í fagráðum og bæjarstjórn. Framkvæmdastjórar skila áætlunum um rekstur og viðhald til fjármálastjóra. Vinna stendur yfir við undirbúning áætlunarinnar. Í forsendum fjárhagsáætlunar er lagt upp með að útsvarsprósenta verði óbreytt á milli ára eða 14,91% […]
Ráðherra leggur fram tillögur um breytingar á lögum um sjávarútveg

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun leggja fram tillögur á komandi þingi að breytingum á lögum varðandi sjávarútveg. Breytingarnar byggja m.a. á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindarinnar okkar lögðu fram í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember árið 2023. Að auki er áformað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu en drög stefnunnar hafa einnig verið […]
Sýnir styrk og samvinnu allra sem að koma

Í síðustu viku var haldin í Eyjum sjávarréttahátíðin Matey. Hátíðin var vel heppnuð í alla staði og ekki að sjá annað en að gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með afraksturinn. En Matey fer ekki bara fram á veitingastöðum bæjarins. Vinnslustöðin tók til að mynda á móti Suður-Evrópskum kokkanemum og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og framleiðsluna. […]
Met ágústmánuður í farþegaflutningum

„Herjólfur flutti 87.077 farþega í ágúst og hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar í ágústmánuði.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir. Farþegafjöldi Herjólfs fyrstu átta mánuði ársins er því kominn í 344.715 farþega, sem er 2,3% færri farþegar en fyrstu átta mánuðina 2023. Að sögn Harðar voru öflugir flutningar um […]
Ný goslokanefnd skipuð

Tekin var fyrir skipan goslokanefndar fyrir árið 2025, á síðasta fundi bæjarráðs. Fram kemur í bókun rásðins að bæjarráð taki undir þakkir bæjarstjórnar fyrir vel heppnaða hátíð í sumar. Bæjarráð samþykkti samhljóða að skipa í gosloknefnd fyrir árið 2025 Ernu Georgsdóttur, sem verður formaður, Magnús Bragason, Birgi Níelsen, Dóru Björk Gunnarsdóttur og Súsönnu Georgsdóttur. Með […]