Tvískipt sorpílát keyrð út í næstu viku

Í næstu viku, dagna 26.-30. ágúst verður keyrt út tvískiptum sorpílátum við flest heimili og verður brúna tunnan fjarlægð í staðinn. Settar verða viðeigandi merkingar á sorpílát til að gefa til kynna hvaða sorpflokkur fer í hvert sorpílát. Ef festingar eru á brúnu sorpílátunum þá biðjum við bæjarbúa að vera búin að fjarlægja það af […]
Lönduðu fullfermi í Eyjum

Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergur VE komu bæði til heimahafnar með fullfermi til löndunar á mánudaginn. Rætt er við skipstjóra beggja skipa á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey lét vel af sér. „Það verður ekki annað sagt en að veiðiferðin hafi gengið nokkuð vel. Að þessu sinni lögðum við mikla áherslu á […]
Þrír veislustjórar á Þjóðhátíð í 100 ár

Í 150 ára sögu Þjóðhátíðar Vestmannaeyja hafa kynnar hátíðarinnar ekki verið margir. Farið var yfir sögu kynnana á þjóðhátíðarblaði Eyjafrétta og þar rætt við núverandi kynni, Bjarna Ólaf Guðmundsson. Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, eða Stebbi pól, var kynnir á Þjóðhátíð í 55 ár, en hann byrjaði sem kynnir árið sem hann var ráðinn yfirlögregluþjónn […]
„Minnir á Þjóðhátíð Eyjamanna“

Ilhavo er rúmlega 39.000 manna sveitarfélag í norðanverðu Portúgal, rétt sunnan við borgina Aveiro. Þar er m.a. hafnarbærinn Gafanha da Nazaré en í þeim bæ er portúgalskt dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, Grupeixe. Það má segja að þetta svæði sé heimavöllur saltfiskinnflutnings í Portúgal. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að Ilhavo eigi það sameiginlegt með Vestmannaeyjum að halda […]
Rannís með kynningarfund í Eyjum

Rannís heldur kynningarfund í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2, 2. hæð, mánudaginn 26. ágúst kl. 13.00. Arnþór Ævarsson, Davíð Þór Lúðvíksson og Sigurður Snæbjörnsson, sérfræðingar á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, verða til viðtals og munu kynna annars vegar styrktarflokka Tækniþróunarsjóðs og hins vegar skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna. Allir eru velkomnir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. […]
Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli […]
Fleiri hús á ljósleiðaranet Eyglóar

Enn bætast við hús á ljósleiðaranet Eyglóar. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að eftirfarandi hús séu nú tilbúin til tengingar á ljósleiðaraneti Eyglóar. Íbúar þessara húsa geta nú haft samband við þá Internetþjónustu sem þeir vilja hafa viðskipti við og pantað hjá þeim ljósleiðaratengingu við sitt hús. Illugagata 4 Illugagata 6 Illugagata 7 Illugagata 8 Illugagata […]
ÍBV í toppsætið

ÍBV komst í dag upp fyrir Fjölni og á topp Lengjudeildar karla í fyrsta sinn í sumar. ÍBV sigraði Gróttu á Hásteinsvelli 2-1 á meðan Þór og Fjölnir skildu jöfn fyrir norðan. Vicente Valor kom ÍBV yfir á sjöundu mínútu. Sverrir Páll Hjaltested skoraði svo annað mark ÍBV undir lok fyrri hálfleiks. Grótta minnkaði muninn á […]
Úlli open: Um 900.000,- til Krabbavarnar

Í gær fór fram styrktar-golfmótið “Úlli open” við frábærar aðstæður á golfvellinum hér í Eyjum. „Þetta er styrktarmót í minningu Gunnlaugs Úlfars Gunnlaugssonar, Úlla okkar. Mótið hefur verið haldið frá 2020, en þá var þetta minningarmót um Úlla, en síðan höfum við haldið það á hverju ári, sem styrktarmót fyrir Krabbavörn í Vestmannaeyjum, í minningu […]
Konurnar taka yfir í Eyjum

Í ár verða alþjóðlegir kvenleiðtogar í matreiðslu í hlutverki gestakokka á Matey. Gestakokkarnir koma víða að. Adriana Solis Cavita – kemur frá Mexíkó og verður á veitingastaðnum Gott. Rosie May Maguire – kemur frá Bretlandi og verður á veitingastaðnum Slippnum. Renata Zalles – kemur frá Bólivíu og verður á veitingastaðnum Einsa kalda. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og […]